Erlent

Dönsk glæpagengi á framfæri hins opinbera

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Erfitt er að sanna að félagar í glæpagengjum séu með tekjur.
Erfitt er að sanna að félagar í glæpagengjum séu með tekjur. NORDICPHOTOS/AFP
Yfir 60 prósent félaga í glæpagengjum í Danmörku fá fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera samkvæmt tölum dönsku lögreglunnar. Þrettán prósent fá námsstyrk.

Fulltrúi Danska þjóðarflokksins, Martin Henriksen, segir það fásinnu að félagar í glæpagengjum fái fjárhagsaðstoð samtímis því sem þeir fremji afbrot.

Einn borgarstjóra Kaupmannahafnar, Anna Mee Allerslev, tekur undir þessi sjónarmið en segir erfitt fyrir skattayfirvöld að sanna að viðkomandi séu með einhverjar tekjur.

Afbrotafræðingurinn Poul Kellberg, sem aðstoðar unga menn á jaðri samfélagsins við að komast í nám og vinnu, segir vafalítið að sumir glæpamenn þéni vel. Margir hafi hins vegar lítið á milli handanna. Staða þeirra yrði enn verri ef þeir yrðu sviptir aðstoð.

Þann 1. maí síðastliðinn voru 358 einstaklingar á skrá lögreglunnar yfir glæpagengi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×