Erlent

Fjölskylda drukknaði í kjallara á Ítalíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Rigningin mældist 40 sentímetrar á einungis fjórum tímum í Livorno.
Rigningin mældist 40 sentímetrar á einungis fjórum tímum í Livorno. Vísir/AFP

Minnst sex eru látnir vegna flóða á Ítalíu. Mikil rigning fór yfir landið og flæddi víða en borgin Livorno er sögð hafa orðið hvað verst úti. Þar fundust fjórir meðlimir sömu fjölskyldunnar í kjallaraíbúð en þau höfðu drukknað.

Um er að ræða ungan dreng, foreldra hans og afa. Afanum tókst að bjarga ungri stúlku úr íbúðinni en hann drukknaði við að reyna að bjarga fleirum, samkvæmt frétt BBC. Einn dó svo í bílslysi og annar virðist hafa dáið í aurskriðu. Þar að auki er tveggja saknað.

Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar mældist rigningin 40 sentímetrar á einungis fjórum tímum svo götur urðu að ám.

Bæjarstjóri Livorno segir stöðuna í borginni vera alvarlega og að yfirvöld hafi vanmetið hættuna. Þá óttast hann að tala látinna muni hækka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira