Erlent

Disneylandi lokað í fimmta skipti í sögu skemmtigarðarins

Þórdís Valsdóttir skrifar
Disneyland opnaði fyrst árið 1971 og hefur einungis fimm sinnum lokað síðan þá.
Disneyland opnaði fyrst árið 1971 og hefur einungis fimm sinnum lokað síðan þá. Vísir/Getty
Disneyland í Orlando gaf út tilkynningu þess efnis í gær að skemmtigarðurinn yrði lokaður um helgina vegna fellibylsins Irmu. Þetta er í fimmta skipti í 46 ára sögu skemmtigarðsins sem garðurinn lokar. Fleiri en 52 milljónir ferðamanna leggja leið sína þangað á hverju ári.

Garðinum verður lokað snemma í dag og lokað verður fram á mánudag, eða þar til búist er við því að Irma fari hjá. Þau hótel sem eru starfandi á svæðinu verða þó áfram opin.

Garðinum var síðast lokað á síðasta ári, þegar fellibylurinn Matthew reið yfir Flórída ríki.

Walt Disney World er fjölsóttur ferðamannastaður og svæði skemmtigarðsins spannar 110 ferkílómetra. Innan svæðisins eru fjórir skemmtigarðar, tveir vatnsrennibrautagarðar, 27 þemahótel og níu hótel sem ekki eru tengd Disney auk golfvalla og fleira.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×