Erlent

Eindregið varað við því að skjóta á Irmu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það er ekki góð hugmynd að skjóta úr byssu í átt að fellibyljum.
Það er ekki góð hugmynd að skjóta úr byssu í átt að fellibyljum. Vísir/Getty
Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn.

Tilefni aðvörunarinnar er Facebook-hópur sem íbúi ríkisins stofnaði þar sem hann hvatti fólk til þess að skjóta á fellibylinn Irmu. Tugþúsundir höfðu boðað þáttöku sína og lýstu yfir áhuga á að skjóta á Irmu.

Lögreglustjórinn hefur hins vegar bent á að slíkt athæfi sé ekki einungis heimskulegt, heldur einnig stórhættulegt. Fyrir það fyrsta muni skotvopn engin áhrif hafa á framvindu Irmu.

Hætta sé hins vegar á að byssukúlurnar muni snúa aftur til jarðar í þeim miklu vindhviðum sem fylgja Irmu, og það geti skapað þeim sem séu á jörðu niðru talsverða hættu. Tísti lögreglustjórans, sem sjá má hér að neðan, fylgir skýringarmynd, um hvað gæti gerst, sé byssukúlum skotið á Irmu og aðra fellibylji.


Tengdar fréttir

Segir of seint fyrir íbúa að flýja

Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli.

Vara við gjöreyðileggingu í Flórídaríki

Irma gekk yfir fleiri Karíbahafseyjar í gær. Bandaríkjamenn búa sig nú undir fellibylinn sem flokkast nú á fjórða stigi, ekki fimmta. Ríkisstjóri Flórída segir afar mikilvægt að fólk yfirgefi svæði sem á að rýma.

Bein útsending: Irma skellur á Flórída

Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×