Fleiri fréttir

Stórfé í góðgerðarstarf eftir mótorhjólamessu

Ánægja með samkennd í mótorhjólamessu í Digraneskirkju. Séra Bára Friðriksdóttir segir nær 700.000 krónur hafa safnast til góðgerðarmála. Félagar úr fjandvinaklúbbunum Hells Angels og Outlaws meðal þeirra sem mættu til kirkju.

4,5 milljónir í símasektir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað 113 ökumenn fyrir að nota farsíma við akstur frá 1. maí.

Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir

Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin.

Takast á um kynjakvóta

Ungmennaráð UN Women stendur fyrir ræðukeppni en umræðuefni kvöldsins eru kynjakvótar.

Undirbúa mannaferðir til tunglsins og Mars á Íslandi

NASA stefnir að því að senda mann til mars um árið 2030. Vísindamenn stofnunarinnar eru nú staddir hér á landi til að kanna aðstæður og meta hvernig hægt sé að undirbúa mannaferðir til Mars og tunglsins hér á Íslandi.

Vilja opna flugvöllinn á Siglufirði í sumar

Bæjaryfirvöld í Fjallabyggð athuga nú þann möguleika að opna flugvöllinn á Siglufirði á ný en hann hefur verið lokaður um árabil. Bæjarstjórinn segir hægt að nota völlinn undir sjúkraflug og einnig til að flytja ferðamenn á svæðið.

Milljarða fram­kvæmdir í Hvera­gerði

Í dag var tekin fyrsta skóflustungun af nýjum 77 íbúðum á svokölluðum Edenreit í Hveragerði. Íbúðirnar verða á tveimur til þremur hæðum og verður stærð þeirra frá 55-95 fermetrar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Nox Medical bar sigur úr býtum í dómsmáli á hendur bandaríska lækningavörufyrirtækinu Natus Neurology í einhverju stærsta og dýrasta máli sem íslenskt félag hefur höfðað.

Synir Netanyahu á Íslandi

Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins en öryggisverðir eru með þeim.

NASA rennir hýru auga til Íslands

Bandaríska geimferðarstofnunin NASA hefur áhuga á að koma á samstarfi við Íslendinga vegna rannsókna á tunglinu og Mars.

Frávik í greiðslum Tryggingastofnunar aukist um milljarð

Ofgreiðslur og vangreiðslur Tryggingastofnunar námu rúmum milljarði meira í fyrra en árið á undan. Forstjóri Tryggingastofnunar segir það liggja í eðli tekjutengdra bóta að erfitt sé að áætla þær fyrirfram og því þurfi að endurreikna greiðslur til langflestra.

Vísindamenn NASA í Háskólanum í Reykjavík

Fyrirlesturinn The Moon and Mars - Human and Robotic Exploration of the Solar System. Vísindamenn NASA kanna aðstæður á Íslandi til rannsókna og prófana á tækni og tækjum fyrir ferðir til Mars og annarra geimferða.

Segir lóðina í gíslingu

Eigandi Hrauntungu í Garðabæ hefur kært synjun á deiliskipulagi fyrir íbúabyggð til úrskurðarnefndar. Lögmaður eigandans segir bæinn bera fyrir sig loforð við fyrri eiganda, sem lést árið 2009, um að lóðin skuli standa óröskuð.

Stjórnin styður Heiðu Björgu

Stjórn Samfylkingarinnar segir ásakanir fjögurra meðlima #daddytoo-hópsins svokallaða, um Heiðu Björgu Hilmisdóttur, varaformann flokksins og borgarfulltrúa, úr lausu lofti gripnar.

Fá 1.700 manns í heimsókn

Háskóli Íslands býst við um 1.700 erlendum gestum á ráðstefnu European Academy of Management (EURAM) sem viðskiptafræðideild HÍ stendur fyrir dagana 19. til 22. júní.

Sjá næstu 50 fréttir