Innlent

Þjóðskrá hefur afgreitt 15 af 18 lögheimilisskráningum í Árneshrepp

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Þjóðská felldi niður eina lögheimilsskráningu í Árneshrepp í dag. Fimmtán lögheimilisskráningar í hreppinn hafa því verið teknar til afgreiðslu. Þetta staðfesti Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórn­sýslu­sviðs og staðgeng­ill for­stjóra Þjóðskrár.

„Staðan er sú að við afgreiddum eitt mál í dag þar sem var felld niður lögheimilisskráning í Árneshrepp,“ segir Ástríður í samtali við Vísi. Hún segir skráningin hafa verið afgreidd með sama hætti og hinar.

Sjá einnig: Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp



Átján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í hreppinn nú skömmu fyrir kosningar. Á föstudag voru tólf af átján lögheimilisskráningum felldar úr gildi. Þá var sú þrettánda felld úr gildi í gær, ein samþykkt gild, og einn dró skráninguna til baka.

Þrjár skráningar standa því eftir og vonast Ástríður til þess að geta lokið athugun á þeim fyrir helgi.

Í gær voru svo tólf einstaklingar felldir út af kjörskrá Árneshrepps. Var það meirihluti hreppsnefndar Árness sem ákvað það á fundi sínum í gærkvöldi. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti hreppsins, sagði í samtali við Vísi í gær að hreppsnefndin biði nú eftir úrskurði Þjóðskrár í málum þeirra sem eftir eru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×