Innlent

Tveggja stafa tölur í dag en næsta lægð á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er að minnsta kosti ekki rigning eða snjókoma á þessu spákorti fyrir daginn í dag.
Það er að minnsta kosti ekki rigning eða snjókoma á þessu spákorti fyrir daginn í dag. veðurstofa íslands
Það ætti að verða ágætis veður á Norðaustur- og Austurlandi í dag ef marka má hugleiðingar veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að í dag verði minnkandi suðvestanátt og léttskýjað á Norðaustur- og Austurlandi. Annars er spáð skúrum en þó er búist við að úrkomulítið verði síðdegis. Spáð er allt að 16 stiga hita, hlýjast norðaustan til.

Á morgun er síðan komið að næstu lægð og fer að rigna í nótt á Suðaustur- og Austurlandi. Lægðinni fylgir svo rigning víða um land á morgun. Annað kvöld má svo búast við skúrum eða slydduéljum.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Sunnan 10-15 og skúrir, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 16 stig, hlýjast NA-til. Fer að rigna á SA- og A-lands í nótt. Víða rigning á morgun og snýst í vestan 8-13 m/s, fyrst S-til. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Skúrir eða slydduél annað kvöld, en léttir til A-lands.

Á fimmtudag:

Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og rigning, en skúrir V-lands. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. Léttir til A-lands um kvöldið.

Á föstudag:

Suðvestan 5-13 og bjartviðri NA-lands, annars smáskúrir. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast NA-til. Vaxandi suðaustanátt með rigningu á S- og V-landi um kvöldið.

Á laugardag og sunnudag:

Suðlæg átt og rigning með köflum, en úrkomulítið og hlýtt í veðri norðaustanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×