Innlent

Ingileif Friðriksdóttir framúrskarandi ungur Íslendingur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ingileif efitr að hafa veitt viðurkenningunni viðtöku úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.
Ingileif efitr að hafa veitt viðurkenningunni viðtöku úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.
Ingileif Friðriksdóttir hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda.

JCI á Íslandi veitti í dag verðlaunin „Framúrskarandi ungir Íslendingar“ en tíu framúrskarandi einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir framlag sitt til íslensks samfélags. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin í Borgarleikhúsinu.

Um árleg verðlaun er að ræða en Ævar Þór Benediktsson hlaut verðlaunin í fyrra fyrir framlag á sviði menntamála.

Tíu voru tilnefnd en listann má sjá hér að neðan.

Daníel Bjarnason - Störf/afrek á sviði menningar.

Guðmundur Karlsson - Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Hlín Magnúsdóttir Njarðvík -  Leiðtogar/afrek á sviði menntamála

Ingileif Friðriksdóttir -  Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda

Katrín Björk Guðjónsdóttir -  Einstaklingssigrar og/eða afrek

Marta Magnúsdóttir -  Störf á sviði mannúðar- og sjálfboðaliðamála

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir -  Einstaklingssigrar og/eða afrek

Sandra Mjöll Jónsdóttir Bunch -  Störf á sviði tækni og vísinda

Styrmir Barkarson -  Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála

Örlygur Hnefill Örlygsson -  Störf á sviði viðskipti, frumkvöðla og/eða hagfræði


Tengdar fréttir

Framúrskarandi Íslendingur talar fyrir lesskilningi og lestraránægju

"Þetta er náttúrulega mikil hvatning og bara merki um að maður sé að gera eitthvað rétt. Það er ótrúlega gaman að sjá þennan flotta hóp sem var tilnefndur þarna. Þetta eru rosalega flott verðlaun,“ segir Ævar Þór Benediktsson, sem hlaut í dag sérstök hvatningarverðlaun fyrir afrek á sviði menntamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×