Innlent

Hanna Birna og Katrín á topp 100

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hanna Birna hefur verið í fararbroddi fyrir Women Political Leaders.
Hanna Birna hefur verið í fararbroddi fyrir Women Political Leaders. Vísir/Vilhelm
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra og borgarstjóri, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru á lista Apolitical yfir 100 áhrifamestu einstaklinga í jafnréttismálum fyrir árið 2018. Greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Hanna
Hanna Birna hefur verið í fararbroddi fyrir Women Political Leaders. 

Apolitical, sem er alþjóðlegur stefnumótunarvettvangur, kynnti listann í dag. Á listanum eru þeir einstaklingar sem þykja hafa skarað fram úr þegar kemur að jafnréttismálum hvort sem er með rannsóknum, stefnumótun, baráttu fyrir málefnum sem tengjast jafnrétti eða öðru.

Melinda Gates, annar stofnanda Bill & Melinda Gates foundation, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada og Julia Gillard, fyrrverandi forsætisráðherra Ástralíu eru einnig á listanum. 

Hér má sjá listann og frétt Apolitcal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×