Innlent

Sigrún Edda kjörin formaður Heimilis og skóla

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir Aðsend
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir er nýr formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Sigrún var kjörin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi en hún tekur við formennsku af Önnu Margréti Sigurðardóttur, sem hefur verið formaður undanfarin fjögur ár. Jenný Ingudóttir, varaformaður, lauk einnig stjórnarsetu en hún hefur setið í stjórn samtakanna frá árinu 2011 

Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að Sigrún Edda sé fædd 20. júlí 1971. Hún er gift Eyþóri Páli Haukssyni, framkvæmdastjóra og eiga þau þrjú börn. Hún er með BA gráðu í uppeldis- og menntunarfræðum með félagsráðgjöf sem aukagrein og MS gráðu í mannauðsstjórnun. Sigrún Edda hefur setið í stjórn Heimilis og skóla frá árinu 2014. Hún hefur tekið virkan þátt í foreldrastarfi og verið formaður dómnefndar Foreldraverðlauna Heimilis og skóla síðastliðin tvö ár. Hún hefur auk þess verið formaður foreldrafélags Álftanesskóla í fjögur ár og formaður Grunnstoða, svæðasamtaka grunnskóla í Garðabæ í eitt ár auk þess að sitja í foreldraráði Fjölbrautaskólans í Garðabæ síðastliðin þrjú ár.

Á aðalfundinum var jafnframt kosið um um þrjú sæti í stjórn Heimilis og skóla en fjögur framboð bárust. Þröstur Jónasson gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en hann hefur setið í stjórn Heimilis og skóla frá árinu 2014 og var kosinn aftur. Eydís Heiða Njarðardóttir og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir hlutu einnig kosningu. Nýja stjórn Heimils og skóla skipa nú:

Sigrún Edda Eðvarsdóttir, formaður, Garðabæ

Kristjana Þórey Guðmundsdóttir, Hafnarfirði

Eydís Heiða Njarðardóttir, Reykjavík

Inga Dóra Ragnarsdóttir, Árborg

Sigríður Arndís Jóhannsdóttir, Reykjavík

Þorvar Hafsteinsson, Kópavogi

Þröstur Jónasson, Kópavogi

Fráfarandi formaður og varaformaður samtakanna, Anna Margrét Sigurðardóttir og Jenný Ingudóttir.aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×