Innlent

Bein útsending: Sendiherra Ísraels á Íslandi situr fyrir svörum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Raphael Schutz er sendiherra Ísrael á Íslandi.
Raphael Schutz er sendiherra Ísrael á Íslandi. Vísir/Pjetur
Vegna tæknilegra örðugleika verður ekki hægt að sýna fundinn í beinni útsendingu. Fjallað verður um fundinn í kvöldfréttum Stöðvar 2.



Sendiherra Ísrael á Íslandi hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Reykjavík Centrum í dag klukkan 15.30. Bein útsending verður frá fundinum á Vísi.

Raphael Schutz, sem hefur aðsetur í Noregi, kom hingað til lands til þess að halda blaðamannafundinn en meðal þess sem hann mun ræða á fundinum eru átök Ísraela og Palestínumanna sem geisað hafa undanfarna daga. Þá verður einnig komið inn á sigur Ísraels í Eurovision og gera má ráð fyrir því að spurt verði um undirskriftasöfnun hér á landi þar sem tugþúsundir Íslendinga hafa krafist þess að Ísland taki ekki þátt í keppninni á næsta ári, sem haldin verður í Ísrael.

Schutz er ekki eini Ísraelsmaðurinn sem staddur er á Íslandi þessa dagana en Synir Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, þeir Avner og Yair Netanyahu eru nú staddir hér á landi. Þeir munu vera hér í einkaferð með hópi frá Ísrael og ekki á vegum ísraelska ríkisins, samkvæmt aðalræðismanni Ísraels hér á landi. Þó eru opinberir lífverðir með þeim í för samkvæmt heimildum Vísis.

Fylgjast má með fundinum í beinni útsendingu hér að neðan en útsending hefst um klukkan 15.20.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×