Innlent

4,5 milljónir í símasektir

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Sektir fyrir að tala í síma undir stýri hækkuðu 1. maí.
Sektir fyrir að tala í síma undir stýri hækkuðu 1. maí. Vísir/Eyþór
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sektað 113 ökumenn fyrir að nota farsíma við akstur frá 1. maí. Reglugerð um sektir og umferðarlagabrot breyttist 1. maí og hækkaði sektin fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar úr fimm þúsund krónum í 40 þúsund.

Lögreglan fór í átak og hefur verið dugleg að sekta ökumenn á mun hærri taxta en áður. Miðað við þann fjölda sem tekinn hefur verið við að gjamma í og glápa á farsímann sinn á þessum þremur vikum hefur lögreglan sótt rúmar 4,5 milljónir króna úr vösum þeirra í formi sekta.




Tengdar fréttir

Hærri sektir fyrir brot

Lægsta sektarfjárhæð fyrir umferðarlagabrot verður 20.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×