Fleiri fréttir

Höfuðmeiðsli ekki fengið næga athygli

Höfuðmeiðsli í íþróttum eru algeng og draga oft dilk á eftir sér. Slík meiðsli ber að taka alvarlega segir fyrrverandi knattspyrnumaður í meistaraflokki sem sjálfur lenti í röð höfuðhögga. Starfar nú sem aðstoðarskólastjóri í Garðinum.

Þúsundir óska upplýsinga um BRCA2 stöðu sína á nýjum vef

Á fyrstu klukkustundum eftir opnun vefsins arfgerd.is fóru 5.500 manns í gegnum fulla skráningu og bíða nú svars um BRCA2 stöðu sína. Um 2.400 manns bera hið stökkbreytta gen, sem eykur verulega líkur á krabbameini, en aðeins hluti þeirra veit af því. Þeir sem hafa breytta genið fá aukið eftirlit og ráðgjöf.

Meirihlutinn í Kópavogi gæti haldið velli

Nái núverandi meirihluti nægu kjörfylgi vilja flokkarnir halda áfram samstarfi að loknum kosningum. Dagvistunarúrræði barna og húsnæðismál eru ofarlega á baugi.

Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni

Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu.

Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon

Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins.

Segir tillögur sínar ekki tengjast komandi kosningum

Borgarfulltrúinn Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir segir tillögu sína um afturköllun á lóð Félags múslima ekki tengjast komandi kosningum. Hún vilji einfaldlega fylgja málinu eftir, enda sé félagið komið framyfir fresti til að byggja mosku.

Vonar að vefurinn hjálpi sem flestum

Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar vonar að nýr vefur fyrirtækisins geti hjálpað að minnsta kosti hluta þeirra sem bera stökkbreytingu í BRCA2 geninu. Það hafi verið rétt ákvörðun að opna slíkan vef frekar en að bíða eftir svipuðu úrræði hins opinbera. Enn væri þó best að að nálgast einstaklingana að fyrra bragði.

„Það eru aðrir sem mega gráta hærra en við“

Jósef Ó. Kjartansson, oddviti Sjálfstæðisflokksins á Grundarfirði og bæjarfulltrúi fyrir flokkinn, gagnrýnir sýslumanninn á Vesturlandi harðlega fyrir að koma ekki til móts við íbúa á Grundarfirði og bjóða upp á kosningar utan kjörfundar þar í bæ fyrir sveitastjórnarkosningarnar 26. maí.

Sigurður bæði neitaði og játaði sök

Sigurður Ragnar Kristinsson, fyrrverandi eigandi verktakafyrirtækisins SS húsa, játaði sök að hluta þegar ákæra embættis héraðssaksóknara er varðar skattalagabrot var borin undir hann í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Vill að Ísland fordæmi blóðbaðið í Palestínu

Búist er við enn frekari mótmælum í Palestínu í dag, réttum sjötíu árum eftir stofnun Ísraelsríkis og degi eftir að Ísraelsmenn skutu tæplega sextíu mótmælendur til bana. Formaður Samfylkingarinnar segir að Íslendingar eigi að senda skýr skilaboð um að morðin séu ólíðandi.

Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins

Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar.

Kalla eftir úttekt á loftgæðum innilaugar

Sjálfstæðismenn í íþrótta- og tómstundaráði vilja að gerð verði óháð úttekt á loftgæðum í innilaug Laugardalslaugar vegna "ítrekaðra tilfella astma- og lungnasjúkdóma“ meðal iðkenda. Forstöðumaður segir mælingar koma vel út.

Milljarða bótakröfu vísað frá héraðsdómi

2,3 milljarða skaðabótakröfu félagsins Lyfjablóms ehf. á hendur Þórði Má Jóhannessyni, Magnúsi Kristinssyni, Sólveigu Pétursdóttur, Helga Friðjóni Arnarssyni og KPMG ehf. var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Sjá næstu 50 fréttir