Innlent

Skúrir og slydda, snjókoma og él

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust.
Það er vor en veðrið í kortunum minnir kannski meira á haust. vísir/sigtryggur ari

Það er úrkomubakki yfir austanverðu landinu og mun rigna úr honum á láglendi en búast við slyddu og snjókomu til fjalla að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Um vestanvert landið er síðan spáð skúrum eða slydduéljum en éljum þegar ofar dregur.

Í nótt gránaði víða um land en með hækkandi sól með morgninum mun sá litli snjór sem festi bráðna. Það mun svo stytta upp á austanverðu landinu í kvöld.

Veðurhorfur á landinu í dag og næstu daga:

Vestan 8-13 og stöku skúrir eða slydduél. Norðlægari austanlands og rigning á láglendi, en slydda eða snjókoma til fjalla, styttir upp þar seint í kvöld.

Suðvestan 8-13 m/s og rigning með köflum á morgun, en hægari og léttskýjað um landið norðaustanvert.

Hiti víða 2 til 7 stig, en hlýnar heldur á morgun.

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-13 m/s og rigning með köflum, en hægari og léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 10 stig.

Á fimmtudag:
Gengur í suðaustan 10-15 m/s og fer að rigna með deginum, fyrst vestantil. Hægari vindur og bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast um landið norðaustanvert.

Á föstudag:
Suðvestan og vestanátt, 5-13 m/s og dálítil væta í flestum landshlutum. Hiti 4 til 9 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.