Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum greinum við frá viðbrögðum vegna árása Ísraelshers á landamærunum við Gaza þar sem 59 manns féllu í gær. Árásunum var víða mótmælt í dag meðal annars í Reykjavík.

Þá fylgjumst við með þegar nýr vefur Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem fólk getur skráð sig til leitar að BRACA geninu sem valdið getur krabbameini, var virkjaður í dag og heyrum í Kára Stefánssyni forstjóra fyrirtækisins.

Við heyrum einnig í Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur borgarfulltrúa sem lagði fram tillögu í borgarstjórn í dag um afturköllun lóðar til byggingar bænahúss múslima í borginni. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×