Innlent

Sigurður nýr formaður Jarðhitafélags Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður er með meistaragráðu í jarðefnafræði frá HÍ og stundar einnig meistaranám í sjálfbærni við University of Cambridge.
Sigurður er með meistaragráðu í jarðefnafræði frá HÍ og stundar einnig meistaranám í sjálfbærni við University of Cambridge.
Sigurður H. Markússon, verkefnastjóri á jarðvarmadeild hjá Landsvirkjun, var kjörinn nýr formaður Jarðhitafélags Íslands á aðalfundi á dögunum. Sigurður er með meistaragráðu í jarðefnafræði frá HÍ og stundar einnig meistaranám í sjálfbærni við University of Cambridge.

Sigurður tekur við af Kristínu Völu Matthíasdóttur, framkvæmdastjóra auðlinda hjá HS Orku, sem gegnt hefur formennsku stjórnar JHFÍ frá árinu 2014. Kristín Vala situr áfram í stjórn JHFÍ ásamt þeim Ara Ingimundarsyni hjá Mannviti, Hildigunni Thorsteinsson hjá OR og Steinunni Hauksdóttur hjá ÍSOR.

Þá voru kjörnar nýjar í stjórn til tveggja ára þær Lovísa Árnadóttir hjá Samorku og Sigrún Nanna Karlsdóttir, dósent við Háskóla Íslands, en úr stjórn gengu þeir Sigurjón N. Kjærnested og Magnús Þór Jónsson.

Jarðhitafélag Íslands á 18 ára afmæli um þessar mundir, en félagið var stofnað  þann 19. maí 2000.  Félagar þess yfir 200 talsins. Markmið félagsins er að kynna störf íslenskra jarðhitasérfræðinga, efna til umræðufunda um jarðhitatengd mál, efla samstarf um jarðhita í hinum ýmsu geirum atvinnulífsins og eiga alþjóðlega samvinnu á sviði jarðhita að því er segir í tilkynningu frá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×