Innlent

Dæmi um að strokufiskur úr eldi dreifi sér um allar ár landsins

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
vísir/sigurjón
Jón Kaldal blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, segir að fullyrðingar Landssambands fiskeldisstöðva um öryggi sjókvíaeldis séu rangar. Þekkt dæmi séu um að fiskur hafi sloppið úr kvíum og fundist í ám um allt land skömmu síðar.

Mikil umræða hefur spunnist út frá heimildarmynd sem Ríkissjónvarpið sýndi á dögunum en Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, sagði myndina einhliða og fjármagnaða af andstæðingum fiskeldis. Þá sagði hann að rangfærslur væru í myndinni og lax sem slyppi úr kvíum gæti ekki dreift sér um allt land.

Jón Kaldal, blaðamaður og félagi í Icelandic Wildlife Fund, sagði í Býtinu í morgun að fullyrðingar Einars stæðust ekki skoðun.

„Þannig að það er ekki rétt, sem sagt var í gær, að lax sem sleppur úr kví í Arnarfirði komist ekki upp í Norðurá í Borgarfirði?“ spurði annar þáttastjórnenda

„Ég hjó einmitt eftir því að Einar K. Sagði að það væri óumdeilt að þetta gæti ekki gerst,“ Sagði Jón. „Hið sanna er að við höfum dæmi frá haustinu 2016 þegar regnbogasilungur fór að veiðast í miklu magni á sunnanverðum Vestfjörðum. Á nokkrum mánuðum veiddist þessi fiskur í öllum ám landsins,“ sagði Jón.

„Lögum samkvæmt ber að tilkynna sleppingu úr kvíum, eða strok. Ekkert fiskeldisfyrirtæki kannaðist við að hafa misst fisk. Hvað segir það okkur? Fiskurinn fer langt. Við höfum konkret dæmi úr náttúrinni hér. Leó Alexander, sérfræðingur Hafrannsóknarstofnunar, hefur sagt að allar ár landsins séu í hættu. Þannig að þetta er ekki eitthvað sem einhverjir umhverfissinnar halda fram. Þetta er bara staðreynd sem við höfum séð raungerast og sérfræðingar benda á.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×