Innlent

Þrír sluppu úr brennandi húsi í Norðfirði

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Þrjár manneskjur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp.
Þrjár manneskjur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp. Vísir/Pjetur
Engin slys urðu á fólki þegar eldur kom upp í íbúðarhúsnæði í Norðfjarðarsveit klukkan rúmlega 10 í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði Fjarðabyggðar kviknaði eldurinn út frá feitipotti. RÚV greindi fyrst frá málinu.

„Það er gríðarlega mikið tjón. Hitinn var orðinn svo gríðarlegur. Það eru meira hitaskemmdir en brunaskemmdir en þær eru þónokkrar líka,“ segir Þorbergur Hauksson aðstoðarslökkviliðsstjóri sem var einn þeirra sem fór á vettvang í morgun.

Þrjár manneskjur voru í húsinu þegar eldurinn kom upp en allar náðu þær að koma sér út áður en slökkvilið kom á vettvang. Mikill eldur varð, trúlega vegna þess að opið var út og því hafi mikið súrefni komist að eldinum.

Samkvæmt Þorbergi tók slökkvistarf um þrjátíu mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×