Fleiri fréttir

Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra

Vísað er til mikils magns sönnunargagna í þeim gæsluvarðhaldsúrskurðum sem kveðnir hafa verið upp yfir Sindra Þór Stefánssyni. Símagögn, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar af gagnaverum eru meðal þess sem lögreglan skoðar.

Ekki rétt staðið að varðhaldi Sindra Þórs

Hæstiréttur sagði sambærileg vinnubrögð og höfð voru í máli Sindra Þórs árið 2013 „stórlega vítaverð“. Dósent í réttarfari segir að ávíturnar hafi þó ekki haft áhrif á niðurstöðu gæsluvarðhaldskröfunnar þá.

Vilja félagsíbúðir á kostnaðarverði og rafknúið lestarkerfi

Alþýðufylkingin í Reykjavík boðar félagslegt húsnæði fyrir alla sem vilja, fleiri störf á vegum borgarinnar og rafknúið lestarkerfi, ofan jarðar og neðan. Flokkurinn kynnti stefnumál sín í morgun en oddvitinn segir byltingu alþýðunnar óhjákvæmilega fyrr eða síðar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gagnrýni á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og skortur á framboði á stofnframlögum til uppbyggingar hagstæðs leiguhúsnæðis fyrir lágtekjufólk er á meðal efnis kvöldfréttatíma Stöðvar 2 kl. 18:30.

Sigurður laus úr haldi

Sigurður Kristinsson, sem grunaður er um aðild að Skáksambandsmálinu svokallaða, er laus úr haldi lögreglu eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur.

Karlmaður fannst látinn í sjónum

Farið var að óttast um afdrif mannsins eftir að bátur hans fannst mannlaus neðan við athafnasvæði Samskipa í Kjalarvogi.

Nýjar niðurstöður lofa góðu í baráttunni gegn lungnakrabba

Miklar vonir eru bundnar við frekari árangur í að virkja ónæmisfrumur í baráttunni við krabbamein. Ný rannsókn sýnir fram á það hvernig ný tegund lyfja eykur lífslíkur sjúklinga þegar þau eru notuð samhliða hefðbundnum krabbameinslyfjum. Krabbamein í lungum dregur um 1,7 milljónir manna til dauða árlega.

Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum

Mikil vinna lögð í að minnka líkur á árekstrum dýra við flugvélar. Árekstrar við fugla voru 36 í fyrra á flugvallarsvæðum Isavia. Hreindýr, tófur og kanínur hafa ratað inn á flugvallarsvæðin. Beita meðal annars sírenum og púðurskotum.

Vladimir Ashkenazy sæmdur fálkaorðu

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands veitti hljómsveitarstjóranum og píanistanum Vladimir Ashkenazy stórkross hinnar íslensku fálkaorðu.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Heilbrigðisráðuneytið hefur til skoðunar rekstur sérstakrar sjúkraþyrlu sem staðsett yrði á Suðurlandi. Rætt verður við heilbrigðisráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Ráðherra fylgist með viðbrögðum að utan

Formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands vonaði að hvalveiðisögu Íslendinga væri lokið. Hvalur hf. hyggst hefja veiðar á ný í sumar eftir tveggja ára hlé. Boða fæðubótarefni úr afurðum gegn járnskorti. Áhyggjur af viðbrögðum erlendis.

Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum

Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga.

Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti

Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra.

Forsetinn heimsótti HM-fara á leikskólann

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kíkti í heimsókn á leikskólann Laufásborg í gær. Fjórar stelpur á leikskólanum á leið á heimsmeistaramót barna í skák í Albaníu. Þær sendu forseta bréf og vildu segja honum frá skákævintýri sínu.

Sjá næstu 50 fréttir