Innlent

Víðtækri leit í Sundahöfn vegna mannlauss smábáts lokið

Gissur Sigurðsson skrifar
Frá Sundahöfn. Mynd er úr safni.
Frá Sundahöfn. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm
Víðtæk leit hófst upp úr miðnætti eftir að mannlaus smábátur sást á reki út frá Sundahöfn og voru björgunarsveitir og slökkvilið kölluð til aðstoðar lögreglu.

Meðal annars voru kafarar kallaðir til. Talið er að báturinn hafi haldið út frá Snarfarahöfninni í Elliðaárvogi einhverntímann í gærkvöldi.

Undir morgun var aðgerðinni lokið en ekki fást upplýsingar um hvort bátsverjinn fannst eða ekki þar sem þáttakendur í leitinni vísa á lögreglu, en hún svarar engu nema á skrifstofutíma.

Óstaðfestar fregnir herma að bátsverjinn kunni að hafa verið maður, sem saknað hefur verið um hríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×