Innlent

Ítreka ekki ábendingu um niðurlagningu bílanefndar

Samúel Karl Ólason skrifar
Bílanefnd ríkisins hefur umsjón með bifreiðamálum ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins.
Bílanefnd ríkisins hefur umsjón með bifreiðamálum ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins. Vísir/Anton
Ríkisendurskoðun hefur sent frá sér tilkynningu um að tvær ábendingar til fjármála- og efnahagsráðuneytisins um að fella úr gildi reglugerð um bifreiðamál ríkisins og leggja niður bæði bílanefnd ríkisins og samstarfsnefnd um niðurfellingu vörugjalds af ökutækjum björgunarsveita. Það sé tilgangslaust þar sem afstaða ráðuneytisins hafi ekki breyst frá árinu 2012, þegar báðar tillögurnar voru fyrst opinberaðar.



Það ár sagði stofnunin að bílanefndin væri óþörf og ætti að leggja hana niður þar sem nefndin væri „óþarfa milliliður í nútíma stjórnsýslu enda er starfsemi hennar á skjön við núverandi rekstrarumhverfi ríkisstofnana og ábyrgð forstöðumann“.

Sjá einnig (frá 2012): Vilja leggja bílanefndina niður



Bílanefnd ríkisins hefur umsjón með bifreiðamálum ráðuneyta, stofnana og fyrirtækja ríkisins. Ef slíkir aðilar hyggjast kaupa eða taka bifreiðar á rekstrarleigu þurfa þeir að fá samþykki nefndarinnar. Einnig þarf hún að samþykkja alla aksturssamninga sem gerðir eru við ríkisstarfsmenn. Þá framfylgir nefndin reglum um merkingar ríkisbifreiða og reglum um innkaup og endurnýjun ráðherrabíla.

Ríkisendurskoðun telur að samningar um kaup eða leigu bifreiða ættu að lúta sömu reglum og önnur innkaup og vera á ábyrgð forstöðumanna ríkisstofnana.

Sjá einnig (frá 2015): Ítreka ábendingu um niðurlagningu bílanefndar



Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar segir að ráðuneytið hafi sagt til skoðunar að færa verkefni samstarfsnefndar til tollstjóra eins og Ríkisendurskoðun hafi lagt til. Þá segi ráðuneytið að reglur um bifreiðamál ríkisins verði hugsanlega teknar til endurskoðunar eftir að lög um opinber fjármál hafi að fullu verið innleidd.

„Ríkisendurskoðun bendir á að rúm tvö ár eru liðin frá því að lögin tóku gildi og að nefndin sé óþarfa milliliður í nútíma stjórnsýslu,“ segir í yfirlýsingu stofnunarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×