Innlent

Rigning í dag en hvorki verða slegin hita- eða kuldamet

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofa Íslands út fyrir klukkan eitt í dag.
Svona lítur spákort Veðurstofa Íslands út fyrir klukkan eitt í dag. vedur.is
Boðið verður upp á suðaustan átt á fyrsta degi sumars með rigningu. Vindstyrkur mun ná fimm til þrettán metrum á sekúndu, skýjað og rigning á köflum sunnan- og vestanlands en hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 13 stig.

Norðan 3-8  metrar á sekúndu á morgun norðantil á landinu, með dálítilli vætu og heldur kólnandi veðri, en hæg breytileg átt sunnan heiða, stöku skúrir og milt veður.

Hægt vaxandi austanátt á laugardag og fer að rigna um landið suðaustanvert, en þurrt fyrir norðan og vestan.

Á sunnudag:

Norðaustan 3-10 og súld eða rigning austantil á landinu, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag og miðvikudag:

Fremur hæg austlæg átt og skýjað, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig.

Veðurstofa Íslands tekur fram að engin hita- eða kuldamet verði slegin í dag. Lægsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta frá 1949 mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, -18,2°C. Hæsti hiti sem mælst hefur frá 1949 er 19,8 stig. Það var á Akureyri 22. apríl 1976.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×