Innlent

Rigning í dag en hvorki verða slegin hita- eða kuldamet

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofa Íslands út fyrir klukkan eitt í dag.
Svona lítur spákort Veðurstofa Íslands út fyrir klukkan eitt í dag. vedur.is

Boðið verður upp á suðaustan átt á fyrsta degi sumars með rigningu. Vindstyrkur mun ná fimm til þrettán metrum á sekúndu, skýjað og rigning á köflum sunnan- og vestanlands en hægari og úrkomulítið síðdegis. Hiti 6 til 13 stig.

Norðan 3-8  metrar á sekúndu á morgun norðantil á landinu, með dálítilli vætu og heldur kólnandi veðri, en hæg breytileg átt sunnan heiða, stöku skúrir og milt veður.

Hægt vaxandi austanátt á laugardag og fer að rigna um landið suðaustanvert, en þurrt fyrir norðan og vestan.

Á sunnudag:
Norðaustan 3-10 og súld eða rigning austantil á landinu, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast syðst.

Á þriðjudag og miðvikudag:
Fremur hæg austlæg átt og skýjað, en stöku skúrir sunnanlands. Hiti 0 til 7 stig.

Veðurstofa Íslands tekur fram að engin hita- eða kuldamet verði slegin í dag. Lægsti hiti sem mælst hefur á landinu á sumardaginn fyrsta frá 1949 mældist á Barkarstöðum í Miðfirði 1988, -18,2°C. Hæsti hiti sem mælst hefur frá 1949 er 19,8 stig. Það var á Akureyri 22. apríl 1976.

 



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.