Innlent

Skilorðsbundið fangelsi fyrir að deila „Biggest Loser“ á deilisíðu

Kjartan Kjartansson skrifar
Lokað var á deilisíðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014.
Lokað var á deilisíðurnar Deildu.net og Piratebay árið 2014. Vísir
Landsréttur dæmdi karlmann í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi og til að greiða tæpa milljón í áfrýjunarkostnað vegna höfundaréttarbrot. Maðurinn deildi tveimur þáttum úr íslensku þáttaröðinni „Biggest Loser“ á deilisíðunni Deildu.net. Hann þarf þó ekki að sæta upptöku á turntölvu.

Brot mannsins voru talin hafa varðað talsverða fjárhagslega hagsmuni rétthafa þáttanna. Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjaness frá því í maí í fyrra að öðru leyti en því að maðurinn var sýknaður af kröfu ákæruvaldsins um upptöku á turntölvu hans. Fartölva hans er þó gerð upptæk með dómi Landsréttar.

Í dómnum kemur fram að maðurinn afritaði þættina tvo af Netfrelsi Skjás eins. Hann hafi síðan deilt þeim á Deildu.net þar sem rúmlega átta þúsund manns hafi sótt hvorn þátt.

Maðurinn var jafnframt dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins, 945.358 krónur, þar með talin málsvarnarlaun verjanda síns, 930.000 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×