Innlent

Rigning á nokkrum stöðum um helgina

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Mesta úrkoman í hádeginu á morgun verður á Suðausturlandi gangi spár eftir.
Mesta úrkoman í hádeginu á morgun verður á Suðausturlandi gangi spár eftir. Veðurstofa Íslands

Veðrið um helgina verður nokkuð misjafnt eftir landshlutum þó að greinilegt sé víða að sumarið er á næsta leiti.

Theódór Freyr Hervarsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að almennt verði örlítið kaldara um helgina en í dag. Kólnandi loft komi norður úr hafi og þá megi búast við að hálka myndist á fjallvegum en mun síður á láglendi.

Rigning verði syðst á landinu á morgun en úrkoman færist síðan norð-austur um kvöldið og á sunnudaginn. Gert er ráð fyrir þurrviðri vestanlands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.