Innlent

Björg Eiríksdóttir valin bæjarlistamaður Akureyrar

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Björg Eiríksdóttir, fyrir miðju í framri röð.
Björg Eiríksdóttir, fyrir miðju í framri röð. Mynd/aðsend
Björg Eiríksdóttir myndlistakona var í dag valin bæjarlistamaður Akureyrar. Þetta var tilkynnt á Vorkomu Akureyrarstofu sem fram fór í Hofi í dag. Björg á að baki breiða menntun á sviði fagurlista, hugvísinda og menntavísinda frá Myndlistaskólanum á Akureyri, Kennaraháskóla Íslands, Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.

Frá árinu 2003 hefur Björg haldið átta einkasýningar og ásamt því tekið þátt í fjölda samsýninga, að mestu til á Akureyri en einnig í Reykjavík og Noregi. Hún hefur einnig fengist við kennslu. Í verkum sínum hefur Björg fengist við líkama innra líf og mannlega tilvist. Hún hefur unnið verkin fyrir ýmsa miðla svo sem þrykk, útsaum, málverk, ljósmyndir og myndbönd eftir hugmyndinni hverju sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×