Fleiri fréttir

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og þá er hálka eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Flughált er á Rangárvallavegi og hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Fjölskylda úr eldsvoða í húsaskjól hjá verktaka

Verktakafyrirtæki í Mosfellsbæ lánar fjölskyldunni sem missti allt sitt í bruna í Mosfellsbæ hús til að búa í næstu mánuði. Stefnir að því að flytja inn í dag. Söfnun fyrir fjölskylduna gengur vel. Enn vantar þó húsbúnað og húsbúnað.

Enn á gjörgæslu eftir rútuslysið

Einn kínverskur ferðamaður liggur enn á gjörgæslu Landspítalans eftir rútuslysið við Kirkjubæjarklaustur. Einn liggur á almennri legudeild. Einn fórst í slysinu.

Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi

Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum.

Fjöldi stúta stöðvaður

Hið minnsta átta ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.

Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé

Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið.

Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum

Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi.

KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina

Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram.

Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin.

Helmingurinn borðar lambið

Rúmur helmingur erlendra ferðamanna sem hingað koma, eða 54 prósent, borðar íslenskt lambakjöt. Þetta sýnir könnun Gallup fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb.

Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng

Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil.

Ekkert verður af sögulegu prófkjöri í Eyjum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélagsins þar í bæ kaus í kvöld gegn því að halda prófkjör en tillaga um að stillt yrði upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor náði ekki 2/3 atkvæða í desember og var því felld.

#metoo-sögur streyma enn á facebook-síður

Stjórnendur facebook-síðu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð segja afleiðingar byltingarinnar ræddar í hópnum og að tilfinningar séu blendnar enda bransinn lítill. Þær segja von á tíðindum frá fleiri starfshópum.

Sex fengu milljón á mann

Sex miðaeigendur fengu eina milljón króna í vinning og sautján manns fengu 500 þúsund krónur í útdrætti kvöldsins hjá Happdrætti Háskóla Íslands.

Dómsmálaráðherra ætlar að endurskoða reglur um skipun dómara

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra segir að skoða þurfi breytingar á reglum og mögulega einnig lögum um dómstóla til að vanda ferlið við skipun dómara. Tvær vikur sé allt of skammur tími til að fara yfir niðurstöður dómnefndar. Þá þurfi að skoða mögulega aðkomu leikmanna að matsferlinu.

Hildur aðstoðar Þórdísi Kolbrúnu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Hildi Sverrisdóttur sem aðstoðarmann sinn.

Sjá næstu 50 fréttir