Fleiri fréttir

Aurskriða lokaði veginum

Stærðarinnar aurskriða féll á veginn að bænum Austurhlíð í Skaftártungu í fyrradag. Bóndi á bænum segir aurskriður á svæðinu afar sjaldgæfar.

Hafa náð að slökkva eldinn

Slökkviliðsmennn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins hófu slökkvistarf aftur í iðnaðarhúsinu við Hvaleyrarbraut nú eftir hádegi.

Þrjú hundruð ný störf á Selfossi

Á milli tvö hundruð og fimmtíu og þrjú hundruð ný störf munu skapast á Selfossi með tilkomu nýs miðbæjar. Þrettán hús verða byggð í fyrsta áfanga verkefnisins.

Corbyn útilokar aðra þjóðaratkvæðagreiðslu

Jeremy Corbyn leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi segir að ný þjóðaratkvæðagreiðsla sé ekki valkostur eins og staðan sé í dag. Það sé aftur á móti valkostur í framtíðinni.

Logar enn í glæðum í Hafnarfirði

Eldur logar enn í iðnaðarhúsnæðinu að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en tekin var sú ákvörðun að miðnætti í gær að hætta slökkvistarfi en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þó með vakt á brunavettvangi alla nóttina.

Hættir slökkvistarfi í bili

Tveir slökkviliðsmenn verða með vakt á brunavettvangi í Hafnarfirði í nótt en ekki verður reynt að slökkva eldinn. Aðrir eru farnir að sinna vatnslekum víða um borgina

Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA

Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld.

Argentínski kafbáturinn fundinn

Flak argentínska kafbátsins ARA San Juan er fundið, réttu ári eftir hvarf hans. Kafbáturinn var hluti af flota argentínska sjóhersins og hafði um borð 44 manna áhöfn þegar hann hvarf.

Íbúum á tjaldstæðinu í Laugardal boðinn leigusamningur

Íbúum í húsbílum á tjaldstæðinu í Laugardal stendur til boða að gera leigusamninga við Farfugla fyrir veturinn. Einn þeirra segir að ástand húsnæðismála í höfuðborginni sé hörmulegt, það vanti sárlega hjólhýsagarð. Hann er ánægður með búsetuformið en svaf lítið í óveðrinu í nótt.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Slökkvistarf stendur enn yfir þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi í húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB. Aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar vegna veðurs en hluti hússins var rifinn strax í nótt til að koma í veg fyrir að brak muni fjúka.

Telur að Ísland ætti að sækjast eftir undanþágum frá orkupakkanum

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins telur hagstætt fyrir Ísland að að fá undanþágu frá innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Þær undanþágur þurfi þó að sækja með ákveðnum fyrirvara.

Kona lést þegar ekið var á mótmælendur

Kona sem var stödd á mótmælum gegn hækkuðum álögum á eldsneyti í Frakklandi lést þegar ekið var inn í hópinn í suð-austurhluta Frakklands í dag.

Hundraða er enn saknað

Að minnsta kosti 631 er enn saknað í norðurhluta Kaliforníu vegna Camp-skógareldanna sem þar hafa riðið yfir. Tala látinna hækkar hvern einasta dag og stóð í 63 í gær.

Leiðir mótmæli afkomendanna

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs.

Orkupakki og breytingar á fjárlögum í Víglínunni

Fjárlagafrumvarpið og þriðji orkupakki evrópska efnahagssvæðisins verða áberandi í Víglínunni í hádeginu á Stöð 2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar mæta til Heimis Más Péturssonar fréttamanns til að ræða þessi mál.

Acosta vinnur áfangasigur

Dómari skipaði Hvíta húsinu í gær að afhenda Jim Acosta, fréttamanni CNN, blaðamannapassa sinn í Hvíta húsið aftur. Acosta var sviptur passanum nýverið.

Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“

Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar.

Rigning og rok í kortunum út daginn

Búist er við suðaustanhvassviðri og vatsveðri á sunnan og vestanverðu landinu í dag. Þá er spáð staðbundnum stormi víðs vegar um landið og má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.

Sjá næstu 50 fréttir