Innlent

Fljúgandi trampólín í höfuðborginni en hlýtt og milt fyrir norðan og austan

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, lenti í heldur bagalegum aðstæðum þegar hún var á leið til vinnu á höfuðborgarsvæðinu í morgun því að á leiðinni mátti minnstu muna að hún fengi fljúgandi trampólin framan á bílinn en trampólínið hafði fokið til í óveðrinu.
Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, lenti í heldur bagalegum aðstæðum þegar hún var á leið til vinnu á höfuðborgarsvæðinu í morgun því að á leiðinni mátti minnstu muna að hún fengi fljúgandi trampólin framan á bílinn en trampólínið hafði fokið til í óveðrinu. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Suðlægar áttir einkenna veðrið um helgina og hlýindi, þá sérstaklega á Norður-og Austurlandi. Hitinn á svæðinu hefur verið á bilinu 12-14 gráður og Birta Líf Kristinsdóttir, vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að útlit sé fyrir að hlýja loftið staldri við yfir helgina. Eftir helgi mun aftur á móti taka að kólna á ný.

Mikið hvassviðri er aftur á móti á Suður-og Vesturlandi sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur innanlands. Innanlandsflug hefur legið niðri frá því um níuleytið í morgun en staðan verður endurmetin klukkan tvö. Birta á þó ekki von á því að viðvörunin verði felld úr gildi og gæti hvassviðrið haft áhrif á flugsamgöngur fram eftir degi því í kvöld mun bæta í vindinn.

Mikið hvassviðri hefur verið á norðanverðu Snæfellsnesi og þegar mest var komst vindhraðinn upp í 30 m/s en gul viðvörun er í gildi á Breiðafirði.

Veðurfræðingur lenti í heldur bagalegum aðstæðum þegar hún var á leið til vinnu á höfuðborgarsvæðinu í morgun því að á leiðinni mátti minnstu muna að hún fengi fljúgandi trampólin framan á bílinn en trampólínið hafði fokið til í óveðrinu. Birta Líf vill brýna fyrir fólki að festa niður trampólin eða fjarlægja þau alveg.

Veðurstofa Íslands

Tengdar fréttir

Rigning og rok í kortunum út daginn

Búist er við suðaustanhvassviðri og vatsveðri á sunnan og vestanverðu landinu í dag. Þá er spáð staðbundnum stormi víðs vegar um landið og má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×