Innlent

Innanlandsflug liggur niðri

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Allt innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs.
Allt innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs. Vísir/Anton
Vegna veðurs er röskun á flugi á Keflavíkurflugvelli. Farþegar í þremur flugvélum frá Delta, Easy Jet og British Airways eru búnir að bíða um borð vélunum á Keflavíkurflugvelli frá því lent var á níunda tímanum í morgun segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi ISAVIA í samtali við fréttastofu.

Af öryggisástæðum er ekki unnt að nota landgöngubrýr ef vindhraði fer yfir 50 hnúta. Af þeim sökum voru þær allar teknar úr umferð en um leið og vind lægir verður hægt að nota landgöngurbrýrnar á ný.

Icelandair tók þá ákvörðun að nota stigabíla í eigu þjónustuaðila til að hleypa farþegum frá borði sem lentu á níunda tímanum í morgun.

Allt innanlandsflug liggur niðri vegna veðurs. Flugferðum til Akureyrar og Egilstaða frá Reykjavíkurflugvelli á níunda tímanum í morgun var frestað.

Herjólfur siglir aftur á móti samkvæmt áætlun í dag.

Uppfært klukkan 13:20:

Vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki eiga von á því að viðvörun falli úr gildi því hvassviðrið mun versna í kvöld. Staðan verður endurmetin klukkan 14.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×