Innlent

Aurskriða lokaði veginum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Aurskriðan sem féll.
Aurskriðan sem féll. FACEBOOK
Stærðarinnar aurskriða féll á veginn að bænum Austurhlíð í Skaftártungu í fyrradag. Bóndi á bænum segir aurskriður á svæðinu afar sjaldgæfar.

Bergur Sigfússon, bóndi í Austurhlíð, sagði í samtali við fréttastofu að mikið vatnsveður hafi verið á svæðinu síðustu daga og fall skriðunnar mætti líklega rekja til þess.

Aðspurður hvort vegurinn hafi verið ófær eftir aðfarirnar sagði Bergur að ekki hafi verið látið á það reyna, heldur hafi hann einfaldlega mokað aurnum burt með traktornum sínum.

Þá sagði Bergur aurskriðuna hafa komið flatt upp á sig þar sem skriður sem þessi væri eitthvað sem hafi alls ekki mátt búast við á svæðinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×