Innlent

Geðheilbrigðismálum farið aftur um tuttugu ár

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls.
Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Ernir
Stjórnvöld fara ekki eftir aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum að sögn formanns Hugarafls. Brotið sé á stefnunni á margan hátt þrátt fyrir fögur fyrirheit.

Alþingi samþykkti stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára árið 2016. Meginmarkmið hennar eru aukin vellíðan og betri geðheilsa landsmanna ásamt virkari samfélagsþátttöku einstaklinga sem glíma við geðraskanir til lengri eða skemmri tíma. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að áætluninni verði hrint í framkvæmd og hún fjármögnuð.

Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls segir skorta mikið á að stefnunni sé fylgt. Hún segir margoft hafa verið talað um samstarf við notendasamtök til að framkvæma áætlunina en því hafi ekki verið fylgt. Þá segir hún að það skorti samþættingu í þjónustu og biðlistar séu langir.

„Það eru biðlistar, folk er að bíða eftir því að koma til sálfræðings, þú þarft ekki annað en að hringja inn á nokkrar heilsugæslustöðvar og athuga hvort þú komist að sjá sálfræðingi til að sjá það,” segir Málfríður.

Hún segir það bæði erfitt og dýrt að leita til fagaðila og aðspurð segir hún vera mikla afturför í geðheilbrigðismálum hér á landi.

„Ef ég tala fyrir mig og mín félagasamtök þá erum við að fara aftur um tuttugu ár myndi ég segja.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×