Fleiri fréttir

Aðstæður gríðarlega erfiðar og mikið um sprengingar

Sigurður Lárus Fossberg, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir aðstæður við stórbrunann í Hafnarfirði hafa verið gríðarlega erfiðar og miklar sprengingar á svæðinu þegar slökkvilið bar að garði.

BHM vill afnema ábyrgðir af eldri námslánum

Árið 2009 hætti Lánasjóður íslenskra námsmanna, LÍN, að krefja lántakendur um ábyrgðarmenn á lánum þeirra hjá sjóðnum. Hins vegar var einnig ákveðið að aflétta ekki ábyrgðum af eldri lánum. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun.

Sænskir bræður þjónusta blinda

Bræðurnir Leffe, Ludde og Lapan eru ný lentir á Íslandi en um er að ræða þrjá nýja blindrahunda sem keyptir voru frá Svíþjóð.

Sprungin rúða og löskuð hurð ollu töfum á tveimur ferðum WOW air

Umtalsverðar tafir urðu á tveimur áætlunarflugferðum WOW air til landsins vegna óhappa í dag. Annars vegar var um að ræða sprungu í rúðu vélar sem fara átti frá Mílanó til Keflavíkur í dag. Þá slóst landgöngubrú í hurð vélar félagsins í Kaupmannahöfn meðan farþegar hennar stigu frá borði og olli því að vélin var ekki metin flughæf.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Þeir sem hafa lent í vanskilum með smálán ættu að íhuga að kanna sinn rétt að sögn formanns starfshóps sem er að skoða umhverfi smálánafyrirtækja á Íslandi. Hann segir lánin mögulega vera ólögleg. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Íslensk sjálfboðaliðasamtök sýknuð af launakröfu

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag sjálfboðaliðasamtökin Seeds á Íslandi af launakröfu portúgalska doktorsnemans Tiago Quintanihla. Krafan sneri að vangoldnum launum og hljóðaði upp á rúmar tvær milljónir króna.

Brugðist við neyðinni í Jemen með 100 milljóna króna framlagi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ákvað í dag að utanríkisráðuneytið myndi verja 100 milljónum króna til neyðaraðstoðar í Jemen. Framlagið skiptist jafnt milli tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna sem eru í landinu og sinna neyðaraðstoð, annars vegar til Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og hins vegar til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF).

Áfangasigur CNN gegn Trump

Fréttastofan CNN hafði betur gegn Donald Trump og Hvíta húsinu fyrir dómstólum í dag þegar alríkisdómari dæmdi Hvíta húsið til þess að láta Jim Acosta, fréttamann CNN, fá aftur tímabundið aðgang að húsinu sem blaðamaður.

Sannfærð um íkveikju og ósátt við ákvörðun lögreglu

Andrea Kristín Unnarsdóttir, sem varð fyrir þriðja stigs bruna þegar kveikt var í heimili hennar á Stokkseyri sumarið 2017, segist furða sig á vinnubrögðum lögreglu í málinu. Samkvæmt lögreglunni á Suðurlandi telst málið óupplýst þó að grunur hafi verið uppi um íkveikju.

Vantraust á May sagt líklegt

Þingflokksformaður Íhaldsflokksins og varaformenn þingflokksins hafa verið beðnir um að fresta öllum fundum sem þeir höfðu áformað í kjördæmum sínum í dag og koma aftur til London.

Hjartnæm saga og fjáröflun reyndist svikamylla

Það vakti mikla athygli á heimsvísu þegar bandarísk kona birti í fyrra sögu um að heimilislaus maður eyddi síðustu peningunum sínum til að hjálpa henni þegar hún varð eldsneytislaus í New Jersey.

Vilja kanna skaðabótaskyldu vegna Banksy

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lögðu fram tillögu á fundi borgarráðs í gær þess efnis að borgin kanni hvort skaðabótaskyldi hafi skapast þegar Jón Gnarr lét farga listaverki eftir Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra þegar Jón gegndi því embætti.

Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi

Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess.

Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange

Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni.

Rauðir Kmerar sekir um þjóðarmorð

Tveir af leiðtogum Rauðu Kmerana, sem stjórnuðu Kambódíu af skelfilegri hörku á áttunda áratugi síðustu aldar, hafa verið fundnir sekir um þjóðarmorð.

Segir börnum mismunað

Tillaga Flokks fólksins um þriðjungs lækkun á verði skólamáltíða var felld á fundi borgarráðs í gær.

Sjá næstu 50 fréttir