Innlent

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Slökkvistarf stendur enn yfir þar sem mikill eldur kom upp í gærkvöldi í húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB. Aðstæður á vettvangi hafa verið erfiðar vegna veðurs en hluti hússins var rifinn strax í nótt til að koma í veg fyrir að brak muni fjúka. Greint verður frá atburðarásinni og rætt við viðbragðsaðila á vettvangi í kvöldfréttum Stöðvar 2 í dag.

Þá verður einnig rætt við íbúa á tjaldsvæðinu í Laugardal sem lýsa upplifun sinni og aðstæðum þegar vonskuveður gengur yfir líkt og gerði í dag og í nótt. Fjallað verður einnig um áform við uppbyggingu Akureyrarflugvallar en verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Norðurlands er undrandi yfir því að ekki sé gert ráð fyrir frekara fjármagni til að byggja upp flugvelli á landsbyggðinni.

Þá fylgjumst við með bónda sem fer á milli bæja í haust og rýir ull af um sex þúsund kindum. Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×