Innlent

Leiðir mótmæli afkomendanna

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því "að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs. Vísir/Hanna
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, leiðir á morgun mótmæli gegn því „að grafir 600 Reykvíkinga verði lagðar undir hótel“, eins og segir í tilkynningu hóps sem kallar sig Vini Víkurgarðs.

Eftir ávarp Vigdísar „munu afkomendur nokkurra þeirra sem grafnir eru í garðinum lesa nöfn þeirra 600 manna, kvenna og barna sem þar voru jarðsett 1817 til 1838.“

Þá segir að tilgangurinn sé „að mótmæla því að grafarró hinna jarðsettu sé raskað með byggingu hótels sem á að ná yfir austurhluta garðsins. Í þeim hluta Víkurgarðs munu langflestir hinna 600 hafa verið grafnir á árunum 1817 til 1838.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×