Innlent

Slökkvistarf hófst að nýju eftir hádegi

Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sylvía Hall skrifa
Eyþór Leifsson varðstjóri segir slökkvistarfið hafa að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig.
Eyþór Leifsson varðstjóri segir slökkvistarfið hafa að mestu leyti gengið áfallalaust fyrir sig. Vísir/Einar
Slökkvistarf skilaði ekki tilætluðum árangri í gær og var talið of erfitt fyrir slökkviliðsmenn að aðhafast í svartamyrkri. Ástæðan fyrir því að erfiðlega gengur að slökkva er líklegast sú að mikið af plastefni er staflað í kjallara hússins sem logar enn.

„Staðan hjá okkur er sú að við erum að fylla á bílana og við ætlum að leggja af stað á vettvang með tvo dælubíla klukkan hálf eitt. Slökkvistarf verður þá byrjað á staðnum um eittleytið og þá ætlum við að ráðast á þetta með öflugum hætti og reyna ða ná að slökkva þetta,“ sagði Eyþór Leifsson varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir eldinn vera í rénum og er vongóður um að hægt sé að slökkva eldinn í dag.

Þá segir hann vona að verkið taki ekki lengur en fjóra tíma til að hægt verði að afhenda lögreglu vettvang til rannsóknar. Aðspurður segir hann slökkvistarfið hafa gengið að mestu leyti áfallalaust fyrir sig.

„Að mestu leyti hefur það gengið þokkalega. Alltaf smá skrámur en ekkert stórvægilegt.“


Tengdar fréttir

Hættir slökkvistarfi í bili

Tveir slökkviliðsmenn verða með vakt á brunavettvangi í Hafnarfirði í nótt en ekki verður reynt að slökkva eldinn. Aðrir eru farnir að sinna vatnslekum víða um borgina

Logar enn í glæðum í Hafnarfirði

Eldur logar enn í iðnaðarhúsnæðinu að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en tekin var sú ákvörðun að miðnætti í gær að hætta slökkvistarfi en Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var þó með vakt á brunavettvangi alla nóttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×