Innlent

Hættuleg hola myndaðist á Vaðlaheiðarvegi

Samúel Karl Ólason skrifar
Holan er stór og gæti valdið miklum skemmdum á bíl sem ekið yrði þarna ofan í.
Holan er stór og gæti valdið miklum skemmdum á bíl sem ekið yrði þarna ofan í. Hjörleifur Árnason
Stór og djúp hola hefur myndast á gamla Vaðlaheiðarveginum. Holan gæti valdið miklu tjóni á bíl ef ekið væri ofan í hana. Hjörleifur Árnason var á leið á rjúpuveiðar þegar hann varð var við holuna og birti hann mynd af henni á Skotveiðispjallinu á Facebook.

Í samtali við Vísi segir Hjörleifur að lögreglan hafi verið látin vita af holunni en hann vildi láta sem flesta vita af henni því hún gæti verið mjög hættuleg. Hann segir enn fremur að lækur renni þarna um og að vatnsrennslið hafi líklegast valdið holunni.

Hjörleifur telur sig heppinn að hafa keyrt þarna um í birtu. Hann telur holuna vera tæpan metra á breidd og meira en það á dýpt.

Einn aðili sem tjáir sig við mynd Hjörleifs segir að Vegagerðin annist ekki þennan veg lengur. Holan gæti þó mögulega stækkað áfram verði ekki gert.

Hér má sjá hvar holan hefur myndast á veginum.Hjörleifur Árnason



Fleiri fréttir

Sjá meira


×