Innlent

Segir skelfilegt að horfa upp á fyrirtækið brenna aftur

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Frá vettvangi núna í kvöld.
Frá vettvangi núna í kvöld. Vísir/Einar
Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði þar sem eldar loga enn á neðri hæðum hússins. Guðmundur Halldórsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir að erfiðlega hafi gengið að slökkva eldana á neðri hæðinni. Einhver efni séu þar inni sem alltaf kvikni í aftur og aftur.

Guðmundur segir að nú sé verið að setja froðu yfir eldinn og hæðina og kanna hvort það dugi til.

Eigandi Glugga- og hurðasmiðju SB segir skelfilegt að horfa upp á fyrirtækið brenna

Jónas Sigurðsson, eigandi Glugga- og hurðasmiðju SB.Vísir/Einar
Slökkvistarf hefur nú staðið yfir í tæpan sólarhring en tilkynning um eldinn barst fyrst skömmu eftir klukkan tíu í gærkvöldi. Þegar slökkviliðsmenn bar að garði var efri hæði hússins, þar sem Glugga- og hurðasmiðjanSB var til húsa, alelda og fljótt var ljóst að litlu sem engu væri hægt að bjarga úr húsinu.

Á heildina hafa um 80 slökkviliðsmenn auk annarra björgunaraðila verið við störf í Hafnarfirði. Ekki er hægt að segja til um hvenær slökkvistarfi mun ljúka en búist er við því að veðrið muni skána á morgun.

Jónas Sigurðsson, eigandi glugga og hurðasmiðjunnar, segir skelfilegt að horfa upp á fyrirtækið brenna. Þetta sé í annað sinn á starfsferli hans sem fyrirtækið brenni til kaldra kola. Jónast segir tilfinninguna ömurlega og óljóst sé hvort hann muni byggja fyrirtækið upp á nýjan leik.


Tengdar fréttir

Stórbruni í Hafnarfirði: „Við verðum þarna í allan dag“

Búið er að rífa efri hæð hússins að Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði en þar var Glugga-og hurðasmiðja SB til húsa. Eldur logar enn í litlu rými á vélaverkstæðinu sem er á neðri hæð hússins en erfitt er fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldinum því aðstæður á vettvangi eru slæmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×