Erlent

Smitaðist mögulega eftir að hafa snert andlit sitt með sýktum hönskum

Atli Ísleifsson skrifar
Spánverjar hafa margir krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins vegna málsins.
Spánverjar hafa margir krafist afsagnar heilbrigðisráðherra landsins vegna málsins. Vísir/AFP
Spænskur hjúkrunarfræðingur sem hefur greinst með ebólu smitaðist mögulega eftir að hafa snert andlit sitt með sýktum hönskum hlífðarbúnaðar sem hún klæddist þegar hún hugaði að presti sem lést vegna ebólusmits. Þetta hefur Reuters eftir lækni á sjúkrahúsi í Madríd þar sem konunni var haldið í einangrun.

Teresa Romero smitaðist þrátt fyrir varúðarráðstafanir á sjúkrahúsinu, en varúðarráðstafanirnar virðast ekki hafa verið samkvæmt ítrustu kröfum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Rannsókn vegna málsins stendur enn yfir, en konan er sú fyrsta sem smitaðist af veirunni í Evrópu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin áætlar að alls hafi 3.879 hafi látist af völdum veirunnar í vesturhluta Afríku frá í mars. Þeirra á meðal eru nærri fjögur hundruð heilbrigðisstarfsmenn sem hafa látist í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne, en þessi þrjú lönd hafa farið verst út úr faraldrinum.

Talsmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekkert benda til þess að stjórn hafi náðst á útbreiðslu veirunnar í Líberíu, Gíneu og Síerra Leóne og hafa nágrannaríki verið hvött til að undirbúa að veiran muni í auknum mæli breiðast út til þeirra.

Romero var á fimmtugsaldri og smitaðist þegar hún vann að hjúkrun tveggja spænskra presta sem báðir höfðu smitast í Afríku þar sem þeir unnu að aðhlynningu ebólusmitaðra.


Tengdar fréttir

Bandaríkjamaðurinn í lífshættu

Níu hafa verið færðir í sóttkví vegna gruns um smit, þar á meðal unnusta hans og sonur, en grunur leikur á að fimmtíu til viðbótar séu í hættu.

Segir alþjóðasamfélagið hafa brugðist of seint við

Íslenskur hjúkrunarfræðingur, sem fer með yfirumsjón með þjálfun sjálfboðaliða fyrir Alþjóða Rauða krossinn, segir að alþjóðasamfélagið hafi brugðist of steint við ebólufaraldrinum banvæna.

Ákærður vegna ebólunnar

Thomas Eric Duncan er fyrsti maðurinn sem greinist með ebólusýkingu í Bandaríkjunum. Hann er sagður hafa logið þegar hann fyllti út spurningalista áður en hann fór úr landi.

Ebólusmitið á Spáni til rannsóknar

Rannsókn er nú hafin á því hvernig það gat gerst að hjúkrunarfræðingur á Spáni smitaðist af Ebólu. Hún er fyrsti sjúklingurinn sem smitast af hinum banvæna sjúkdómi utan Vestur-Afríku.

Hundi smituðu konunnar lógað

Borgaryfirvöld í Madríd á Spáni hafa ákveðið að lóga hundi spænsku hjúkrunarkonunnar sem smitaðist af ebólu.

Norskur læknir með ebólu

Norskur læknir sem starfað hefur með Læknum án landamæra í Síerra Leóne hefur smitast af ebólu og verður flutt heim til Noregs til meðferðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×