Erlent

Ekki sannað að Pistorius hafi myrt Steenkamp að yfirlögðu ráði

Atli Ísleifsson skrifar
Pistorius gæti átt 25 ára fangelsi  yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.
Pistorius gæti átt 25 ára fangelsi yfir höfði sér verði hann fundinn sekur. Vísir/AFP
Dómari í máli Oscars Pistorius sagði í morgun að ekki hafi tekist að sanna það að suður-afríski spretthlauparinn hafi myrt unnustu sína að yfirlögðu ráði.

Dómarinn á þó enn eftir að kveða upp úrskurð sinn í málinu og gæri fundið Pistorius sekan um manndráp (e. „culpable homicide“) sem gæti leitt til langs fangelsisdóms.

Dómarinn Thokozile Masipa sagði sakborninginn hafa verið „mjög slæmt vitni“, reynt að koma sér hjá því að svara spurningum og ekki alltaf svarað spurningum sannleikanum samkvæmt. Eitt og sér þýði það þó ekki að Pistorius sé sekur.

Dómari sagði saksóknara þó hafa mistekist að sanna að Pistorius hafi drepið Steenkamp að yfirlögðu ráði í kjölfar rifrildis.

Masipa sagði frásögn sakborningsins ekki hafa verið í samræmi við mann sem skaut án þess að hugsa. Pistorius hefur áður sagt að hann hafi ekki ætlað sér að drepa neinn, en dómarinn Thokozile Masipa segir að hæðin á skotunum sem hann skaut að baðherbergishurðinni á heimili sínu bendi til annars. Þá sagði dómarinn engan vafa vera um það að Pistorius hafi brotið af sér þegar hann skaut að baðherbergishurðinni.

Masipa sagði fyrr í morgun að hún efaðist um trúverðugleika nokkurra vitna sem sögðust hafa heyrt öskur og skothljóð að kvöldi 13. febrúar 2013. Dómarinn tók dæmi um að ekki sé mögulegt að ákvarða úr 177 metra fjarlægð hvort karl eða kona hafi verið að öskra inni í lokaðri íbúð.

Oscar Pistorius en hann er sakaður um að hafa myrt unnustu sína, Reevu Steenkamp, á heimili þeirra í Pretoriu í Suður-Afríku. Þrátt fyrir að hafa viðurkennt að hafa skotið Steenkamp hefur Pistorius ávallt neitað því að hafa banað henni að yfirlögðu ráði. Hann hafi talið að um innbrotsþjóf hafi verið að ræða.



Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli en Pistorius gæti átt 25 ára fangelsi  yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.


Tengdar fréttir

„Stundum er ég hrædd við þig“

Farið var í gegnum farsíma Oscars Pistorius og unnustu hans Reevu Steenkamp, sem hann skaut til bana á Valentínusardag í fyrra.

Pistorius aftur í réttarsalinn

Í dag hefjast réttarhöld yfir hinum suðurafríska Oskar Pistoriusi, einfætta hlauparanum, aftur eftir tveggja vikna hlé.

Össur hættir að styrkja Pistorius

Stoðtækjaframleiðandinn Össur hf. hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við suðurafríska spretthlauparann Oscar Pistorius, en réttað er yfir honum þessa dagana í Suður-Afríku vegna gruns um morð.

Dómur kveðinn yfir Pistoriusi

Pistorius á yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um morð að yfirlögðu ráði.

Grátköst Pistoriusar sögð ekta

Félagsráðgjafi sem aðstoðað hefur suðurafríska spretthlauparann Oscar Pistorius bar vitni í réttarsal í Pretoríu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×