Innlent

„Tilhæfulaust að bera heimsóknargjald Bláa Lónsins saman við gjaldtökuáform á Geysissvæðinu"

Stefán Árni Pálsson skrifar
visir/pjetur
Forsvarsmenn Bláa Lónsins hafa sent frá sér fréttatilkynningu vegna orða Garðars Eiríkssonar, talsmanns landeigenda á Geysissvæðinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær.

Þar kemur meðal annars fram að mannvirki félagsins séu séreign þess og standa á lóðum, sem félagið hafi lóðarleigusamninga um við landeigendur svæðisins.

„Þessum málum er í grundvallaratriðum öðru vísi varið á Geysissvæðinu, þar sem ákveðinn hópur eigenda landsvæðis, sem liggur að Geysi og er í óskiptri sameign, hafa farið fram í óþökk eins meðeiganda síns, ríkissjóðs, en um jarðir í óskiptri sameign gilda sérstakar lagareglur,“ segir í yfirlýsingunni.

Sýslumaðurinn á Selfossi lagði í dag lögbann á innheimtu gjalds á Geysissvæðinu. Að sögn Ívars Pálssonar, lögmanns íslenska ríkisins í lögbannsmálinu gegn landeigendum á Geysisvæðinu, mun ríkið fara í dómsmál til staðfestingar á lögbanninu.

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Garðar: „Svo er þetta líka athyglisvert að ríkið er hluteigandi að svæðinu við Bláa Lónið í gegnum Orkuveitu Suðurnesja og þar er vissulega tekinn aðgangseyri sem ganga umhverfis það svæði án þess að fara ofan í lónið.“

Hér að neðan má lesa tilkynningu Bláa Lónsins:

Í ljósi umræðu og ummæla í tengslum við gjaldtöku við Geysissvæðið telur Bláa Lónið hf rétt að eftirfarandi komi fram.

Mannvirki félagsins eru séreign þess og standa á lóðum, sem félagið hefur lóðarleigusamninga um við landeigendur svæðisins.

Þessum málum er í grundvallaratriðum öðru vísi varið á Geysissvæðinu, þar sem ákveðinn hópur eigenda landsvæðis, sem liggur að Geysi og er í óskiptri sameign, hafa farið fram í óþökk eins meðeiganda síns, ríkissjóðs, en um jarðir í óskiptri sameign gilda sérstakar lagareglur.

Auk þess er ríkissjóður einn eigandi þeirrar náttúruperlu, sem er aðdráttarafl svæðisins.

Bláa Lónið og landsvæði í kring eru á engan hátt tengd ríkissjóði.

HS Orka hf er einn af hluthöfum Bláa Lónsins hf. Ríkissjóður hefur aldrei haft aðkomu að HS Orku hf en var einn af eigendum forvera þess félags, Hitaveitu Suðurnesja, sem skipt var upp í HS Orku hf og HS Veitur hf árið 2007.

Bláa Lónið hf hefur á undanförnum 22 árum fjárfest í uppbyggingu mannvirkja fyrir um 6 milljarða króna.

Gestir sem greiða heimsóknargjald í Bláa Lónið fá aðgang að mannvirkjum og geta gengið um Lónssvæðið.

Þeir gestir sem heimsækja svæðið án þess að fara inn í mannvirkin og að baðsvæðinu geta gengið um svæði utan baðsvæðisins án þess að greiða, en þess má geta að Bláa Lónið hefur fjárfest í frágangi við umhverfið, merkingum og göngustígum.

Heimsóknargjaldið hefur verið innheimt frá vori 2013.


Að framanskráðu er ljóst að það er algjörlega tilhæfulaust að bera heimsóknargjald Bláa Lónsins saman við gjaldtökuáform hluta landeigenda á Geysissvæðinu.


Tengdar fréttir

„Við eigum þetta allt“

Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir.

Þeir græða sem brjóta

Þegar ferðamálaráðherra talar um náttúrupassann sinn, þá verður mér alltaf hugsað til förumannsins Sölva Helgasonar og falsaða reisupassans sem hann útbjó á tímum vistarbandsins.

Gjaldtaka á ferðamannastöðum

Stjórnvöld eru nú að undirbúa upptöku svokallaðs náttúrupassa. Með honum á að innheimta nokkur þús. kr. gjald af öllum sem skoða náttúru Íslands, bæði Íslendingum og útlendingum, til að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða.

Landeigendur við Geysi krefjast tryggingar vegna hagnaðarmissis

Að meðaltali koma fimmtíu þúsund manns á mánuði, og ef gert er ráð fyrir að helmingur meðaltalsins, tuttugu og fimm þúsund manns, hafi heimsótt svæðið þann tíma sem gjaldtaka stóð, hafi landeigendur haft fimmtán milljónir upp úr krafsinu.

„Ég mun ekki borga neitt, enda er þetta ólöglegt“

"Þessa lögleysu verður að stoppa. Ég treysti því að fólk taki höndum saman fyrst löggæslan sinnir ekki sínu hlutverki,“ segir Ögmundur Jónasson og hvetur hann fólk til þess að mæta að hverasvæðinu við Geysi á morgun og mótmæla gjaldtökunni.

Ögmundur mótmælir í annað sinn

„Ég mun halda áfram að mótmæla. Ég mun mæta hingað aftur, næsta laugardag, klukkan 13.30, verði gjaldtöku ekki hætt.“

Náttúrupassi það sem koma skal

Til að byrja með verður gjaldtakan til fimm ára og fá Íslendingar val um þrennskonar passa. Fjögurra daga passa, eins mánaðar passa og fimm ára passa.

Ríkið skoðar lögmæti gjaldtöku

Ríkið kannar nú hvort fyrirhuguð gjaldtaka landeigenda við Dettifoss, Námaskarð og víðar í landareign Reykjahlíðar standist lög.

Sjálftöku landeigenda verður að stöðva

Það var fróðlegt að hlusta á Óskar Magnússon í útvarpinu um daginn, þar sem hann reynir að réttlæta sína ólögmætu gjaldtöku við Kerið fyrir Ögmundi Jónassyni. Þar vísar Óskar í 28. grein laga um skipan ferðamála.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×