EM 2014 karla

Fréttamynd

Boldsen: Aron getur orðið sá besti í heimi

Joachim Boldsen, handboltaspekingur dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV3 Sport, spáir því að Aron Pálmarsson eigi glæstan feril fyrir höndum í handboltanum. Fjallað er um ummæli Boldsen í vefsíðu danska blaðsins Berlingske Tidende.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar lögðu Króata í stórslag

Frakkland vann mikilvægan sigur á Króötum í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld. Liðin mættust fyrir fjórum árum í úrslitum Evrópumótsins í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar unnu nauman sigur

Þrátt fyrir að hafa misst niður sjö marka forskot í seinni hálfleik náðu Svíar að leggja Rússa að velli 29-27 í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Pólverjarnir risu upp frá dauðum

Pólverjar unnu ótrúlegan endurkomusigur á Hvíta-Rússlandi, 31-30, í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í dag þrátt fyrir að fyrir fjórum mörkum undir þegar rétt rúmlega fimm mínútur voru eftir.

Handbolti
Fréttamynd

Enn óvissa með Arnór

Þó svo Arnór Atlason sé ekki lengur í sextán manna hópi Íslands á EM þá er ekki loku fyrir það skotið að hann muni koma aftur inn í hópinn.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.

Handbolti
Fréttamynd

Sverre: Szilagyi er heilinn og hjartað í liðinu

"Það er stórkostlegt að vera kominn hingað. Þetta er flott höll og örugglega gaman að spila hérna," segir varnarjaxlinn Sverre Andreas Jakobsson en hann verður væntanlega í lykilhlutverki í vörn Íslands gegn Austurríki í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Nøddesbo fórnað fyrir Eggert

Ulrik Wilbek, þjálfari danska landsliðsins í handbolta, ákvað í morgun að skipta línumanninum Jesper Nøddesbo út fyrir hornamanninn Anders Eggert.

Handbolti
Fréttamynd

Aron: Þurfum framlag frá mörgum mönnum

"Þetta er flott höll og það er víst mikil stemning hérna þannig að okkur hlakkar bara til," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann mun glíma við arftaka sinn hjá Haukum, Patrek Jóhannesson, í dag.

Handbolti