Handbolti

Frakkar lögðu Króata í stórslag

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mynd/AFP
Frakkland vann mikilvægan sigur á Króötum í milliriðli tvö á Evrópumótinu í handbolta í Danmörku í kvöld. Liðin mættust fyrir fjórum árum í úrslitum Evrópumótsins í handbolta.

Króatar byrjuðu leikinn betur og gekk franska liðinu illa að skapa sér færi gegn grimmri vörn Króata. Rétt fyrir lok hálfleiksins virtist franska liðið hinsvegar finna lausnir og náði forskotinu rétt fyrir lok hálfleiksins.

Í seinni hálfleik leiddi franska liðið en náði ekki að hrista Króatana frá sér. Króatíska liðið náði að minnka muninn niður í eitt mark þegar mínúta var til leiksloka en þá steig Nikola Karabatic upp og kláraði leikinn fyrir franska liðið með mikilvægu marki.

Frakkland situr eitt í toppsæti milliriðils 2 eftir leiki dagsins, tveimur stigum á undan Króatíu, Póllandi og Svíþjóð. Frakkar mætir Hvít-Rússum í næstu umferð á meðan Króatar taka á móti Rússum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×