Handbolti

Kári: Hef meiri leikskilning en hinir í fótboltanum

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Það er ávallt létt yfir Eyjapeyjanum Kára Kristjáni Kristjánssyni. Hann fór mikinn á æfingu strákanna í dag. Raðaði inn mörkum í fótboltanum og tók svo létta glímu við Vigni Svavarsson eftir æfingu.

„Ég var ógeðslega góður í fótboltanum. Ég dreifi spilinu hrikalega vel. Yfirferðin var mikil. Það sem ég hef fram yfir hina strákana er leikskilningurinn. Fyrsta snerting er líka mjög góð hjá mér,“ sagði Kári hógvær eftir æfingu dagsins í dag.

Lífið er ekki mjög fjölbreytt hjá leikmönnum Íslands á mótinu. Ef þeir eru ekki að spila eða æfa þá hanga þeir meira og minna upp á hóteli.

„Við erum á internetinu, drekkum kaffi. Förum aftur á netið og svo út í annan kaffi.“

Kári ræðir einnig um Makedóníuleikinn og línuspilið í viðtalinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×