Handbolti

Svona fór síðasti EM-leikur gegn Austurríki | Myndband

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland missti niður þriggja marka forystu á lokamínútunni gegn Austurríki þegar liðin mættust á EM í handbolta fyrir fjórum árum síðan.

Snorri Steinn Guðjónsson kom Íslandi þremur mörkum yfir, 37-34, þegar tæp mínúta var eftir af leiknum.

En þá gerðist hið ótrúlega eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi en Marcus Wagesreiter skoraði ótrúlegt jöfnunarmark eftir að Hreiðar Levý Guðmundsson hrasaði á leið sinni aftur í íslenska markið.

Ísland gerði sér þó lítið fyrir í næsta leik og lagði sterkt lið Danmerkur og fór í milliriðlakeppnina með þrjú stig. Strákarnir fóru alla leið í undanúrslit og tryggðu sér að lokum bronsverðlaun.


Tengdar fréttir

Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld?

Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku.

Vignir: Við ætlum að reyna að klára þetta

Það mun mæða mikið á varnarmönnum íslenska liðsins í dag. Bæði Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson hafa verið að glíma við meiðsli en eiga að vera klárir í slaginn.

Arnór inn fyrir Arnór

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun. Arnór Atlason getur ekki haldið áfram leik og í hans stað er kominn hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.

Aron: Þurfum framlag frá mörgum mönnum

"Þetta er flott höll og það er víst mikil stemning hérna þannig að okkur hlakkar bara til," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann mun glíma við arftaka sinn hjá Haukum, Patrek Jóhannesson, í dag.

Snorri: Verðum að gera þetta eins og menn

Snorri Steinn Guðjónsson verður sem fyrr í lykilhlutverki hjá íslenska liðinu í dag er það mætir Austurríki í fyrsta leik liðanna í milliriðli á EM.

Patrekur ætlar að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik

Gömlu landsliðsfélagarnir og vinirnir Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson mætast í dag með sitt landsliðið hvor. Báðir eru þeir mjög spenntir fyrir leik dagsins. Patrekur segir að þetta verði sérstök stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×