Handbolti

Vignir: Við ætlum að reyna að klára þetta

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Það mun mæða mikið á varnarmönnum íslenska liðsins í dag. Bæði Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson hafa verið að glíma við meiðsli en eiga að vera klárir í slaginn.

„Við ætlum að reyna að klára þetta. Menn eru aðeins tæpir og Aron hefur reynt að dreifa álaginu. Það hefur gengið upp og niður en það væri fínt að spila heilan leik þar sem við spilum góða vörn,“ segir Vignir og bætir við að hann sé ágætur í bakinu.

Austurríkismenn eru ólseigir en hver er lykillinn að því að stöðva þá?

„Lykillinn hjá okkur er að stöðva Victor Szilagyi. Hann er hrikalega góður og spilað vel í Þýskalandi í vetur. Hann ber uppi spilið þeirra og getur ansi margt. Þetta er baráttulið og leggur alltaf allt í þetta.“


Tengdar fréttir

Dagur var sá fyrsti en gerir Patrekur betur í kvöld?

Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku.

Arnór inn fyrir Arnór

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun. Arnór Atlason getur ekki haldið áfram leik og í hans stað er kominn hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.

Patrekur ætlar að syngja íslenska þjóðsönginn fyrir leik

Gömlu landsliðsfélagarnir og vinirnir Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson mætast í dag með sitt landsliðið hvor. Báðir eru þeir mjög spenntir fyrir leik dagsins. Patrekur segir að þetta verði sérstök stund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×