Enski boltinn

Auðvelt hjá Ungverjalandi gegn Makedóníu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roland Mikler ver frá Vancho Dimovski.
Roland Mikler ver frá Vancho Dimovski. Vísir/AFP
Ungverjaland vann sannfærandi sigur á Makedóníu, 31-25, og vann þar með fyrsta leik milliriðlakeppninnar á EM í Danmörku.

Ungverjar leiddu strax frá upphafi og voru með sjö marka forystu í hálfleik, 16-9. Sigur liðsins var aldrei í hættu en mestur varð munurinn níu mörk í síðari hálfleik.

Gabor Csaszar skoraði sjö mörk fyrir Ungverja og þeir Szabolcs Zubai og Gabor Ancsin fjögur hvor. Dejan Manaskov og Dejan Pecakovski skoruðu fimm hvor fyrir Makedóníu.

Ungverjaland er því komið með þrjú stig í milliriðli 1 en Makedónía er með tvö stig. Ísland er með eitt stig en liðið mætir Austurríki síðar í dag.

Í kvöld eigast svo við efstu lið riðilsins, Danmörk og Spánn, sem eru bæði með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×