Handbolti

Danir hafa áhyggjur af Íslendingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
„Íslensk aðvörðun,“ segir í umfjöllun á vef danska ríkisútvarpsins um sigur Íslands á Austurríki á EM í handbolta.

Danir fóru nokkuð auðveldlega í gegnum sinn riðil og unnu þar sigur á Austurríki, Makedóníu og Tékklandi.

Fyrr í dag vann Ungverjaland afar sannfærandi sigur á Makedóníu og strákarnir okkar fylgdu svo eftir með því að vinna stórsigur á Austurríki.

„Þessir tveir leikir voru aðvörun fyrir danska liðið. Andstæðingarnir sem bíða í milliriðlinum eru í allt öðrum gæðaflokki en liðin sem Danmörk mætti í riðlinum,“ segir í umfjöllun DR.

Danmörk, sem er ríkjandi Evrópumeistari, er nú að spila við heimsmeistaralið Spánar en bæði lið fóru í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga.


Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.

Frábær sigur á Austurríki | Myndir

Strákarnir eru komnir á beinu brautina í milliriðlakeppninni í Herning á EM í Danmörku eftir glæsilegan sigur á Austurríki í dag, 33-27.

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.

Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×