Handbolti

Aron Kristjánsson: Gat ekki beðið um það betra

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Aron og Gunnar Magnússon fara yfir stöðuna í kvöld.
Aron og Gunnar Magnússon fara yfir stöðuna í kvöld. vísir/daníel
Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson var að vonum kátur eftir sigurinn á Austurríki enda gekk nánast allt upp hjá Íslandi í leiknum.

"Þetta fór nákvæmlega eins og við vildum. Ég get ekki kvartað. Ég er gríðarlega ánægður með vinnuframlagið hjá strákunum. Gríðarlega einbeittir og baráttuglaðir allan tímann," sagði Aron.

"Það var alveg sama hver kom inn á. Það voru allir klárir. Vörnin virkilega sterk og Bjöggi góður. Það lagði grunninn að sigrinum. Planið var að keyra í bakið á þeim og láta þá hlaupa. Mér fannst það heppnast. Við gerðum það líka skynsamlega.

"Í sókninni áttum við svör við öllum varnarafbrigðum Austurríkismanna. Vel stýrt af leikstjórnendunum. Það var mikið framlag frá strákunum af bekknum sem var gott."

Þetta var í raun draumaleikur fyrir Ísland. Strákarnir kláruðu leikinn snemma og þjálfarinn gat leyft sér að hvíla tæpa menn.

"Ég gat ekki beðið um það betra. Markmiðið var að koma Óla Guðmunds í gang í þessum leik og í raun koma landsliðsferlinum hans um leið almennilega í gang. Það var mjög ánægjulegt að það skildi ganga upp. Hann skaut mjög vel í þessum leik.

"Það var nauðsynlegt að fá þetta framlag af bekknum og það gerði helling fyrir okkur."


Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.

Frábær sigur á Austurríki | Myndir

Strákarnir eru komnir á beinu brautina í milliriðlakeppninni í Herning á EM í Danmörku eftir glæsilegan sigur á Austurríki í dag, 33-27.

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.

Danir hafa áhyggjur af Íslendingum

"Íslensk aðvörðun,“ segir í umfjöllun danska ríkisútvarpsins á vef um sigur Íslands á Austurríki á EM í handbolta.

Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×