Handbolti

Björgvin: Vörnin gerði mína vinnu auðveldari

Henry Birgir Gunnarsson í Herning skrifar
Björgvin fagnar í kvöld.
Björgvin fagnar í kvöld. vísir/daníel
Björgvin Páll Gústavsson átti sannkallaðan stórleik gegn Austurríki í kvöld en það virtist á tímabili vera ómögulegt að skora gegn honum.

"Það verður vonandi framhald á þessu. Dagurinn í dag var æðislegur. Ég tók fyrstu fjóra boltana og það var allt blak aftur fyrir enda frábær vinna á vörninni. Þeir létu Austurríkismennina hafa fyrir hverju skoti og það gerði mína vinnu miklu auðveldari,"  sagði Björgvin Páll kátur eftir sigurinn góða.

"Það var gulls ígildi að byrja leikinn svona. Það eru allir þreyttir og við gátum hvílt mikið og komið fleiri inn í leikinn.

"Austurríki er að spila mikið á sömu mönnum á meðan við gátum komið inn með ferska menn sem stóðu sig vel. Óli Guðmunds var frábær í þessum leik og hann sýndi gríðarlegan karakter með sinni frammistöðu.

"Það er frábært að fá hann í gang því það eru margir meiddir. Við verðum að halda áfram á þessari braut og sjáum svo hvar þetta endar."


Tengdar fréttir

Aron: Allir gáfu allt sitt í leikinn

Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var hæstánægður með frammistöðu sinna manna í leiknum gegn Austurríki í kvöld.

Frábær sigur á Austurríki | Myndir

Strákarnir eru komnir á beinu brautina í milliriðlakeppninni í Herning á EM í Danmörku eftir glæsilegan sigur á Austurríki í dag, 33-27.

Sverre: Gáfum tóninn strax í byrjun

"Við vorum svakalega einbeittir. Undirbjuggum okkur vel og ætluðum okkur aldrei neitt annað en sigur," sagði Sverre Andreas Jakobsson eftir sigurinn stóra á Austurríki.

Arnór Þór: Það var smá skrekkur í mér

Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson kom inn í íslenska hópinn í morgun í stað nafna síns Atlasonar. Reyndar er ekki útilokað að Arnór Atlason komi aftur inn í hópinn síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×