Alþingi

Fréttamynd

Skrifi einkavæðinganefnd bréf

Einkavæðinganefnd sá ekki tilgang í að mæta á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vegna sölu Landssímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa einkavæðinganefnd bréf. Stjórnarandstaðan í nefndinni gerði harða hríð að forsætisráðherra vegna málsins í upphafi þingfundar á alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra með ráðherraræði

Einkavæðingarnefnd taldi ekki þjóna neinum tilgangi að hitta efnahags- og viðskiptanefnd vegna sölu Landsímans. Þingnefndinni var bent á að skrifa nefndinni bréf ef hún hefði einhverjar spurningar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu forsætisráðherra um ráðherraræði í þinginu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Skýr vilji Alþingis um flugvöllinn

Mjög erfitt er að ímynda sér að Reykjavíkurflugvöllur verði rekinn með aðeins einni flugbraut. Þetta sagði samgönguráðherra í umræðum á Alþingi í dag en hann sagði þingið hafa sýnt skýran vilja til að tryggja miðstöð innanlandsflugs í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Hefnd fyrir olíumálið?

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, segir stjórnarfrumvörp um samkeppnismál veikja stöðu samkeppnismála. Að öllum líkindum sé verið að treysta pólitísk ítök í rannsókn samkeppnismála og hefna fyrir olíumálið.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi sjálfstæðismanna og Vg eykst

Fylgi Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna eykst en fylgi annarra flokka minnkar, samkvæmt nýrri þjóðmálakönnun Félagsvísindastofnunar sem unnin var fyrir Morgunblaðið og birt er í blaðinu í dag. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 39,3%, en var tæplega 34% í síðustu alþingiskosningum. Fylgi Vinstri grænna eykst um nær helming og er nú 16,5%.

Innlent
Fréttamynd

Samkeppnisstofnun varaði við sölu

Samkeppnisstofnun varaði við áhrifum af sölu grunnnets Landssímans fyrir fjórum árum. Stofnunin taldi það hafa alvarlegar afleiðingar ef ekki yrði gripið til hliðaraðgerða vegna símasölunnar.

Innlent
Fréttamynd

Vill ekki hætta með samræmd próf

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að hún teldi ekki rétt að hætta samræmdum prófum í grunnskóla. Þessi skoðun ráðherra gengur þvert á ályktun Félags grunnskólakennara í síðustu viku sem vill hætta að prófa grunnskólanemendur með þessum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Siv réðst að utanríkisráðherra

Siv Friðleifsdóttir réðst að utanríkisráðherra í þinginu í dag vegna ummæla hans um Evrópustefnu Framsóknarflokksins. Víst væri um tímamót að ræða. Hún spurði sig um andrúmsloftið á stjórnarheimilinu; hvaða skilaboð væri verið að senda forsætisráðherra. 

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar flytja vopn til Íraks

Ríkisstjórnin hefur boðist til að flytja 500 tonn af vopnum og skotfærum til Íraks á vegum NATO. Davíð Oddsson utanríkisráðherra upplýsti þetta á Alþingi í gær við umræður utan dagskrár um stuðning Íslands við þjálfun íraskra öryggissveita.

Innlent
Fréttamynd

Íslenskir dómstólar hlíti EFTA

Í frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er ákvæði sem segir að íslenskir dómstólar verði að hlíta niðurstöðum Eftirlitsstofnunar EFTA í samkeppnismálum er varða Evrópska efnahagssvæðið. Iðnaðarráðherra segir það ekki brot á ákvæði í stjórnarskrá er varði sjálfstæði dómstólanna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Fylgi Framsóknar aldrei minna

Fylgi Framsóknarflokksins er í sögulegu lágmarki, samkvæmt nýrri könnun þjóðarpúls Gallups sem birt var á RÚV í gær. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 10% og hefur minnkað um þrjú prósentustig frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Ekki nauðsynlegt að þýða öll lög

Frá og með áramótum verða íslensk stjórnvöld ekki lengur skuldbundin til að þýða á íslensku öll lög og reglugerðir sem gilda hér á landi. Frumvarp dómsmálaráðherra, sem afnemur þýðingarskylduna, var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi.

Innlent
Fréttamynd

Þrjár nýjar stofnanir

Í nýjum frumvörpum um breytingu á samkeppnislögum er lagt til að í stað Samkeppnisstofnunar verða til tvær stofnanir, Samkeppniseftirlitið og úrskurðarnefnd samkeppnismála. Að auki verður sett á fót Neytendastofa.

Innlent
Fréttamynd

Heimild yfirvalda felld niður

Heimild samkeppnisyfirvalda til að bregðast við aðstæðum sem skaða samkeppni er felld niður samkvæmt lagafrumvörpum sem viðskiptaráðherra lagði fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Hver á að eiga orkulindirnar?

Grundvallarágreiningur í íslenskum stjórnmálum um hver eigi að eiga orkulindir þjóðarinnar kristallaðist í snörpum umræðum á Alþingi í dag. Formaður Vinstri grænna setti samstarfið innan R-listans í uppnám þegar hann strengdi þess heit að allt yrði gert til að koma í veg fyrir sameiningu orkufyrirtækja ríkisins og einkavæðingu þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Guðni vill rífa Steingrímsstöð

Landbúnaðarráðherra lýsir því yfir að hann vilji fjarlægja Steingrímsstöð í Efra-Sogi. Það væri lítil fórn fyrir Landsvirkjun. Upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar segir ekki víst að það yrði urriðanum til bóta að fjarlægja stöðina.

Innlent
Fréttamynd

Væri ekki á leið til lýðræðis

Davíð Oddsson utanríkisráðherra sagði á Alþingi í dag að ef ekki hefði verið gerð innrás í Írak hefðu ekki verið neinar kosningar þar og þjóðin ekki á leið til lýðræðis.

Innlent
Fréttamynd

Áfengisgjald lækkað um 30%

Gunnar Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, hefur lagt fram frumvarp um að áfengisgjald á léttvín og bjór verði lækkað um þrjátíu prósent sem myndi þýða mikla lækkun vegna þess hversu áfengisgjaldið vegur þungt í útsöluverði áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Vilja algert reykingabann

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, og þrír aðrir þingmenn hafa lagt fram frumvarp um algert reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum. Það sama á við þjónustusvæði utanhúss, séu þau undir föstu eða færanlegu þaki.

Innlent
Fréttamynd

Misskipting fer vaxandi

Hver íbúi í Reykjavík fær að meðaltali um 10 þúsund krónur í fjárhagsaðstoð á ári og greiðir Reykjavíkurborg um 1,2 milljarða í fjárhagsaðstoð á ári. Það er allt að tífalt hærra á hvern íbúa en í öðrum sveitarfélögum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Stórt skref stigið á Alþingi

Stórt skref var í dag stigið í átt að bættum réttindum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Félagsmálaráðherra kynnti tillögur um að foreldrar gætu fengið greiðslur úr ríkissjóði í allt að níu mánuði til að sinna veikum börnum. Málið vakti almenna ánægju meðal þingmanna allra flokka á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Aukin réttindi foreldra

Félagsmálaráðherra boðaði rétt fyrir hádegi umfangsmiklar breytingar á réttindum foreldra langveikra barna í fyrirspurnartíma sem nú stendur yfir á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, bar upp fyrirspurnina um þennan rétt foreldra.

Innlent
Fréttamynd

Skurðstofunni í Eyjum ekki lokað

Heilbrigðisráðherra stefnir að því að skurðstofu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum verði ekki lokað í sex vikur í sumar eins og boðað hafði verið vegna fjárskorts sjúkrahússins. Sú ákvörðun hefur verið harðlega gagnrýnd og Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslyndra, spurði ráðherra á Alþingi í dag hvort hann ætlaði að beita sér í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Færa þarf sendiráð BNA

Davíð Oddsson utanríkisráðherra tók undir það með Merði Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar, í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær að staðsetning bandaríska sendiráðsins í Þingholtunum væri ekki heppileg.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bein pólitísk afskipti

Menntamálaráðherra ætlar að afnema afnotagjöld og breyta jafnframt fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins. Pólitískt skipað útvarpsráð heyrir hugsanlega sögunni til - í það minnsta bein afskipti stjórnmálaflokka af rekstri Ríkisútvarpsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Afnotagjöld andstæð evrópulögum

Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð niður og eru stjórnvöld þannig að bregðast við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra leggur fram frumvarp á næstunni þar sem hlutverk RÚV verður endurskilgreint. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Engan glannaskap

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna vill fara varlega með málefni Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Hlynntur niðurfellingu

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er mjög hlynntur því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins.

Innlent
Fréttamynd

Tryggja verður frelsi RÚV

Svanfríður Jónasdóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í útvarpsráði, segir að tryggja verði frelsi Ríkisútvarpsins fari það á fjárlög.

Innlent